Húsasmiðjan hugsar hlýlega til viðskiptavina

by Arndís / Gunnar | 10/01/2019 11:44

[1]

Verslunin sem var á Reyðarfirði

Manni nánast vöknar um augun við að sjá rausnarlegt janúar tilboð Húsasmiðjunnar, þar sem boðið er uppá allt að 50 prósenta afslátt af jólaskrauti.

Annars er það helst að frétta af fyrirtækinu að það hefur nú um áramótin, lokað almennri verslun sinni hér á Reyðarfirði en heldur úti þar til gerðum kontórista, sem tekur á móti stærri pöntunum. Eftir lokun útibúsins, mega þau Jón og Gunna láta sig hafa 100 kílómetra langt ferðalag til Egilsstaða, vanti þeim efni til nýsmíða og viðhalds á heimili sínu.

Endnotes:
  1. [Image]: https://aust.is/wp-content/uploads/2018/11/husa.jpg

Source URL: https://aust.is/husasmidjan-hugsar-hlylega-til-vidskiptavina/