Hver berst fyrir kjörum öryrkja og eldri borgara?

Hver berst fyrir kjörum öryrkja og eldri borgara?

Eftir að hafa hlustað á innblásnar 1. maí ræður verkalýðsleiðtoganna það sem af er degi og fyrirhugaðar aðgerðir þeirra ef ekki verði komið til móts við félögin í komandi kjaraviðræðum, þá verður mér spurn. Hver gætir kjara öryrkja og verkafólks sem er 67 ára og eldra? Þessir hópar virðast ekki eiga sér málsvara innan verkalýðsfélaganna. -Þó er þetta fólkið sem byggði upp þessi sömu félög með aðildargjöldum og baráttu sinni um áratuga skeið. Hvað veldur að þessum hópum er hent fyrir róða þegar að kjarasamningum kemur?

Ágætu skeleggu forystumenn og verkalýðsleiðtogar: Sólveig Anna Jónsdóttir, Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson. Ég skora á ykkur að standa vörð og berjast fyrir kjörum öryrkja og eldri borgara þessa lands. G.Geir


Tengdar greinar

Hærra vöruverð á austfjörðum

Austfirðingar mega vera þakklátir fyrir verslanir á borð við Byko, Bónus og Húsasmiðjuna, sem bjóða upp á sömu verð um

Hross í oss á skyrtubol í kínverskri vefverslun

Nú má panta sér glæsilegan skyrtubol á vefsíðunni Aliexpress.com. Bolurinn sýnir hvar okkar ástsæli leikari, Ingvar E. Sigurðsson situr gráa

Inga Sædal, Flokki fólksins ræðir um fjárlagafrumvarpið – Myndband og texti

Hún Inga Sædal er skeleggur talsmaður fátæka fólksins. Afbragðs góð ræða um misrétti og ranga forgangsröðun í þjófélaginu. Inga Sæland

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.