Hver berst fyrir kjörum öryrkja og eldri borgara?

Eftir að hafa hlustað á innblásnar 1. maí ræður verkalýðsleiðtoganna það sem af er degi og fyrirhugaðar aðgerðir þeirra ef ekki verði komið til móts við félögin í komandi kjaraviðræðum, þá verður mér spurn. Hver gætir kjara öryrkja og verkafólks sem er 67 ára og eldra? Þessir hópar virðast ekki eiga sér málsvara innan verkalýðsfélaganna. -Þó er þetta fólkið sem byggði upp þessi sömu félög með aðildargjöldum og baráttu sinni um áratuga skeið. Hvað veldur að þessum hópum er hent fyrir róða þegar að kjarasamningum kemur?
Ágætu skeleggu forystumenn og verkalýðsleiðtogar: Sólveig Anna Jónsdóttir, Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson. Ég skora á ykkur að standa vörð og berjast fyrir kjörum öryrkja og eldri borgara þessa lands. G.Geir
Tengdar greinar
Atlantsolía boðar lækkun á bensíni og dísilolíu í dag 1. maí
Atlantsolía afnemur allar tryggðaráskriftir og bestu vina afslætti og boðar lægsta verð landsins án skilyrða. Atlantsolía mun frá og með
Framkvæmdir við hesthúsið okkar
Við, ég og konan, höfum verið upptekin við að lagfæra hesthúsið okkar í sumar. Hér eru nokkra myndir sem sýna
Fáskrúðsfjörður rafmagnslaus í gærkvöldi
Rafmagnið fór af í ríflega 3 klukkustundir í gærkvöldi. Sum hús voru farin að kólna nokkuð þegar rafmagnið kom á