Hverfaráð í stað Austurbrúar

Hverfaráð í stað Austurbrúar

austurbruEinhvern veginn hef ég ekki trú á fyrirbrigðinu Austurbrú. Held að þetta sé svona fínni-manna-klúbbur sem hugsar stórt, heldur hátimbraða akademíska fundi um klasa sóknarfæri í ferðamannaiðnaði og sameiningu sveitarfélaga, sem síðan eru uppfærð í Excel við mikinn fögnuð viðstaddra. – Ég hef sent tvenn erindi til Austurbrúar og undirstofnanna hennar og ítrekað í annað skiptið. Einni fyrirspurn hefur verið svarað, tveim póstum sem innihéldu fyrirspurnir um tengla á vefsvæði Austurbrúar við austfirskt atvinnulíf, voru hundsaðir.

merki_fjardabyggdarÁ bæjarstjórnarfundi Fjarðabyggðar, áramótin 2012-2013, kom fram að í skoðun sé stofnun lítilla verslanakjarna í þeim byggðarlögum sem hafa misst frá sér nauðsynlega þjónustuþætti að undanförnu. Málefnið var afhent Austubrú til frekari útfærslu og skoðunar.

Þar sem ekkert hefur fréttst af stöðu máls, tæplega einu og hálfu ári seinna. Hafði ég samband við Austurbrú og spurði tíðinda varðandi framgöngu málsins. Þaðan fengust þau svör að lítið hafi gerst, málið vanrækt. …”Hef þó haft hugarflugsfundi með tveimur starfsmönnum um þessa hugmynd og okkur finnst þetta spennandi. Má ég reyna að fylgja þessu eftir í næstu viku?”, -var svarið sem fékkst frá forsvarsmanni Austurbrúar. – Nú tæplega tveim vikum seinna hefur ekkert svar borist frá Austurbrú.

Í dag 27. mars, var fundur hjá Atvinnu- og menningarnefnd undir liðnum: Þjónusta í minni byggðakjörnum Fjarðabyggðar – Þar er flaggað minnisblaði um verkefni sem hægt væri að vinna með aðkomu Austurbrúar þar sem útbúin yrði viðskiptahugmynd og viðskiptaáætlun fyrir þjónustumiðstöðvar. Atvinnu- og menningarnefnd felur stjórnsýslu- og þjónustusviði að kanna, í samráði við Austurbrú, möguleika á frekari útfærslu hugmyndarinnar.

Nú má vera að hugmyndin um “litla verslanakjarna”, -sé allt önnur hugmynd en sú sem nú er að koma upp sem “Þjónusta í minni byggðakjörnum Fjarðabyggðar” hjá Atvinnu-og menningarnefnd. – Samt grunar mig, að gamla verslanakjarna hugmyndin sé komin aftur á byrjunarreit og sé að leggja í sína seinni hugarflugs-hringferð til Austurbrúar.

Fjarðabyggð spannar stórt svæði, sem oft er erfitt yfirferðar, sérstaklega að vetri til. – Á suðurfjörðunum geta aðföng verið erfið. Engar verslanir til staðar ef eitthvað annað en matvöru og brýnustu nauðsynjar vantar. – Því legg ég til að stofnað verði hverfaráð Fjarðabyggðar, þar sem minnst einn aðili frá hverju jaðar byggðarlagi Fjarðabyggðar eigi fulltrúa, og metið verði hvaða þjónusta megi teljast viðunandi svo búseta geti þróast áfram með eðlilegum hætti. – Það er engan veginn ásættanlegt að ekki sé hægt að kaupa sér fataleppa, skó, málningarpensil, skrúfu, verkfæri eða hvað eina sem tilheyrir athafnalífi og viðhaldi húseigna. – Þessu þarf að breyta með aðkomu heimamanna að verkefninu. – Gunnar


Tengdar greinar

Framkvæmdir við hesthúsið okkar

Við, ég og konan, höfum verið upptekin við að lagfæra hesthúsið okkar í sumar. Hér eru nokkra myndir sem sýna

Harmagráturinn endalausi

Eftir langvarandi kreppu og eignaupptökur hjá þorra landsmanna og mikinn harmagrát, er svo komið að sumir, (veit satt að segja

Franskir dagar 2014

Veðrið lék við fáskrúðsfirðinga og gesti á föstudaginn. Brekkusöngur, brenna og flugeldasýning. Sjá myndir.

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.