Ikea til fyrirmyndar – Þurfum við virkara verðlagseftirlit?

“Forsvarsmenn IKEA á Íslandi hafa ákveðið að lækka verð á öllum vörum sem fyrirtækið hefur að bjóða í verslun sinni. Verð mun að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, lækka að meðaltali um 3,2%.
Er þetta í þriðja sinn á jafnmörgum árum sem IKEA lækkar vöruverð í tengslum við útgáfu árlegs vörulista en samhliða henni festir fyrirtækið verðið til eins árs.” – Þórarinn “bendir á að IKEA hafi ekki hækkað vöruverð frá árinu 2012 og að teknu tilliti til verðbólgu á tímabilinu sé raunlækkun á vörum fyrirtækisins 22,5% yfir tímabilið.” Sjá frétt á MBL.IS
Undirritaður var staddur í London fyrr í þessum mánuði og rambaði inn í svokallaða Pund-verslun, þar sem verðlagi var stillt í hóf. Í hillum mátti líta úrval varnings sem kostaði einungis eitt pund, (155 Ísl. krónur). Flestar af þessum vörum má fá í íslenskum verslunum, en álagning er 200 til 1800 prósentustigum hærri en í Pund-versluninni. G. Geir
„
Tengdar greinar
VÍS lokar útibúi sínu í Fjarðabyggð – Bæjarráð bókar hörð mótmæli
“Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar 24.9.2018 mótmælti bæjarráð harðlega lokun á útibúi Vátryggingafélags Íslands í Fjarðabyggð. Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir harðlega lokun
Myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar er lokið
Fjarðalistinn og Framsókn og óháðir í Fjarðabyggð hafa náð saman um málefnasamning um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fyrir komandi