Inga Sæland um laun fátækra og fyrirhuguð vegagjöld

Inga Sæland um laun fátækra og fyrirhuguð vegagjöld

Myndband

Inga Sæland (Flf): Virðulegi forseti. Ég er enn að reyna að kyngja gallbragðinu sem ég hef fundið eftir að ég sá þessi yfirlýstu frábæru fjárlög sem í engu auka kaupmátt eða getu eldri borgara, öryrkja og þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu, ekki um eina einustu krónu. Því til rökstuðnings ætla ég að vísa í grein sem ég hef ítrekað vísað í, 69. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, þar sem stendur skýrum stöfum:

„Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni.“

Nr. 1: Það er nákvæmlega það sem var verið að gera í fjárlögunum, það var verið að breyta þessu, samanber 69. gr. almannatryggingalaganna, bara lögbundið. Þetta var bara einföld vísitöluleiðrétting sem var líka röng vegna þess að í síðari málslið greinarinnar kemur:

„Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“

Hvort skyldi hafa verið hærra núna, virðulegi forseti, launaþróun í landinu 2018 eða vísitala neysluverðs? Launaþróunin. Þar munaði heilum 6%. En það er ekki bara að það sé jólagjöfin í ár í sambandi við þessi fjárlög að gera ekkert í að bæta kjör þeirra sem höllustum fæti standa hér heldur er núna það nýjasta að eiga að þeyta í gegnum þingið á einhverjum ljóshraða veggjöldum fyrir alla. Á hverjum bitna veggjöldin helst? Þeim sem hafa varla efni á því að kaupa sér salt í grautinn. Nú á að láta þá sitja heima og komast helst aldrei út úr borginni vegna þess að það mun verða þeim algjörlega um megn.

Það er í raun skömm að því hvernig við leynt og ljóst ráðumst á þá sem síst skyldi í samfélaginu í dag og þessi jólagjöf, að þetta skuli vera að koma inn í þingið núna ofan á allt annað, er algjörlega ofar mínum skilningi og er hann nú þokkalega góður fyrir.


Tengdar greinar

Björgunarafrek á austurlandi

Björgunarsveitirnar á austurlandi hafa verið uppteknar við að flytja fárveika sjúklinga yfir kolófærar heiðar og fjallaskörð um þessi jól. 30

Óheyrilegur kostnaður Austfirðinga vegna sérfræðiþjónustu lækna

Það má til sanns vegar færa að Austfirðingar sitja ekki við sama borð og Reykvíkingar þegar kemur að læknaþjónustu. Óheyrilegur

Tilraun gerð við að ná Green Freezer á flot

Nú fyrir stundu gerði varðskipið Þór tilraun við að ná flutningaskipinu Green Freezer á flot. Tilraunin misheppnaðist, og svo virðist

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

<

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.