Íslendingur í Noregi

[vc_row][vc_column][vc_column_text]Sagan greinir frá íslendingi sem flúði til Noregs skömmu eftir hrun. Honum bauðst ágætis atvinna og launin ríflega tvöfalt hærri en hér heima. Hann lét slag standa, enda hættur að ná endum saman og skuldirnar hlóðust upp.
Okkar manni gengur vel í dag og öll lán í skilum. Það síðasta sem ég frétti af honum er að greiðslufulltrúinn í norska bankanum, þar sem hann er í viðskiptum, hafði samband við hann og var áhyggjufullur. Sagði stöðuna góða, en eitt lánið væri ólíkt öllum öðrum, það hækkaði eftir því sem oftar væri greitt af því. – Okkar maður útskýrði fyrir greiðslufulltrúanum að umrætt lán væri íslenskt verðtryggt húsnæðislán og slík lán höguðu sér svona.
Greiðslufulltrúinn hristi hausinn, talaði um okur og rán. Hann fyrir hönd norska bankans, bauð okkar manni hagstætt lán sem hann þáði. Lán þetta ber 3.5% vexti og því varið til að greiða upp gamla verðtryggða húsnæðislánið.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]
Tengdar greinar
Snillingur í biljard – Sjá myndband
Þvílík og önnur eins snilld er fáséð þegar biljardkúla er annars vegar.
Númerastimpillinn var að koma í hús
Þegar búið var að kanna málið, kom í ljós að númerastimpill var ódýrastur, (að teknu tilliti til flutningskostnaðar á milli
Sól í Fáskrúðsfirði
Í dag njótum við sólar í Fáskrúðsfirði. Hún er að láta sjá sig eftir að hafa verið neðan fjallgarða i