Íslenska krónan í gegnum tíðina

Myntbreyting varð um áramót 1980-1981. – Gamla krónan þótti hin mesta drusla sem ekkert fékkst fyrir og var því gripið til þess ráðs að taka tvö núll aftan af henni. – Fyrir myntbreytingu kostaði bensínlítirinn í kringum 260 krónur, eftir myntbreytingu kr. 2.60 – Sígarettupakkinn kostaði 900 kr., -eftir myntbreytingu kostaði hann 9 krónur. Ein vodkaflaskan kostaði 11 þúsund, eftir myntbreytingu kostaði hún 110 krónur. Síðan eru liðin 32 ár og má varlega álykta að verðlag hafi eitthundrað faldast á þessu tímabili. Egill Helgason segir um myntbreytinguna og þörfina fyrir hana í grein frá því í febrúar sl. “Menn gera sér kannski ekki grein fyrir því að ef myntbreytingin hefði ekki orðið 1980 myndi kosta 150 þúsund krónur í bíó, flugfar til og frá Íslandi myndi kosta um 10 milljónir en meðalíbúð myndi kosta svo mikið sem 3-4 milljarða.”
Tengdar greinar
Halldóra Mogensen – „Þetta er þá þriðji mánuðurinn sem vísvitandi er verið að svindla á öryrkjum“
„Forseti. Þann 20. júní 2018 skilaði umboðsmaður Alþingis áliti þar sem hann lýsti því hvernig Tryggingastofnun ríkisins hefði um árabil
Framkvæmdir hjá hestamönnum á Fáskrúðsfirði
Hestamenn á Fáskrúðsfirði komu saman í morgun og hófu það bráðskemmtilega verk að reisa sér veglegt hringgerði. – Allir lögðust
Franskir dagar 2014
Veðrið lék við fáskrúðsfirðinga og gesti á föstudaginn. Brekkusöngur, brenna og flugeldasýning. Sjá myndir.