Íslenska svefnbæjar heilkennið

Svefnbær er staður þar sem fólk hverfur inn í hús sín og sefur. Í svefnbæ er nánast ekkert að gerast frá degi til dags, enda flestir sofandi eða farnir til vinnu. Gangi maður um svefnbæ, sjást fáir á ferli. Einskær heppni er að hitta fyrir mann sem er að mála og skrapa bát eða dytta að húsi sínu. – Svefnbær sefur draumlausum svefni.
Hvernig verður svefnbær til?
Þetta byrjar oft með sameiningu sveitarfélaga í hagræðingarskyni. Eigendur fyrirtækja á staðnum fá sambærilegar hugmyndir, þjónustan hörfar inn að meintu miðsvæði sameiningar. – Fólk hættir að sjást á götum, enda engin erindi að reka í svefnbæ. – Miðbær finnst ekki í slíkum bæ, enda ekki ætlast til að fólk komi saman í miðbæjum svefnbæja.
Félagslíf
Unga fólkið flýr inn að kjarnanum, þar sem fjörið er. – Gamlingum er boðið upp á framsóknarvist einu sinni í viku í boði bæjarfélagsins. – Brölt manna, sem framkallar óvæntan hávaða og raskar ró þeirra sem sofa, er illa séð í svefnbæ. – Svefnbær er samfélag syfjaðs fólks sem þráir hvíld eftir erfiðan vinnudag.
Tengdar greinar
Frír skíðaakstur grunnskólabarna í Fjarðabyggð…
..hefst 8.janúar og er í boði alla virka daga sem skíðasvæðið er opið. – Athygli vekur að ferðirnar, sem eru
Vorþankar
Er það lán að fá verðtryggt húsnæðislán sem hækkar svo ofboðslega, að þú greiðir það þrisvar sinnum upp á lánstímanum.
Vorverkin í garðinum – Fræðslufundur um garðrækt
Fimmtudaginn 24. maí verður Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslustjóri Garðyrkjufélags Íslands, með fræðslufundi í Fjarðabyggð um vorverkin í garðinium. – Fundirnir