Jákvætt að banna gömlu glóperuna

Talið er að reglugerð ESB er varðar bann við notkun á glóperum, sem ljósgjafa í híbýlum, muni spara allt að 40 teravattsstundir á ári, það jafngildir árs raforkunotkun 11 milljóna heimila í Evrópu, eða eins árs framleiðslu hjá 10 raforkuvirkjunum, hvert með framleiðslugetu á við eina Kárahnjúkavirkjun. Einnig er talið að reglugerðin muni hafa þau áhrif að losun koltvísýrings minnki um allt að 15 milljónir tonna á ári, þar sem útblástur frá raforkuverum muni minnka. – Það er ekki lítið sem má spara við að henda gömlu glóperunni og nota spar- og LED perur í staðinn.
Heimild: Lokaverkefni í rafiðnaðarfræði: LED lýsing, orkusparnaður og hagræðing. – Guðjón Halldórsson og Vigfús Pétursson.
Tengdar greinar
Píratar leggja fram tillögu um borgaralaun
Flokkur Pírata hefur lagt fram Tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), með það að markmiði að styrkja efnahagsleg og
Nýr hestur á leiðinni austur
Funi frá Reykjavík er á leiðinni austur og verður um ófyrirsjánlegan tíma í hesthúsi Arndísar og Gunnars í hesthúsahverfinu á
Þriðja Kjörbúðin opnar í Fjarðabyggð
Föstudaginn 10. febrúar sl. opnaði Kjörbúð í Neskaupstað. Þar áður hafði Kjörbúð verið opnuð í Fáskrúðsfirði og önnur í Eskifirði.