Kjarabaráttan framundan

Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra sagði í sjóvarpsviðtali á RÚV, að nú sé einstakt tækifæri til að halda áfram að auka kaupmátt. Sigmundur segir mikilvægt að menn fari að komast út úr því að einblína á prósenturnar. „Vegna þess að ef menn gera það fer öll launahækkunin frá neðstu launum upp allan skalann sem getur orðið mjög dýrt og til þess fallið að raska stöðugleikanum. Þess vegna hefði ég talið vænlegast núna að menn einbeittu sér að því að bæta kjör lágtekjufólks og fólks með millitekjur – það er að segja að huga að krónutöluhækkunum frekar en að ræða prósentur.“
Ég tek heilshugar undir orð forsætisráðherra og vil bæta við að það er mikilvægt að lægstu laun, ásamt elli- og örorkulífeyri hækki svo mikið að þau laun dugi til framfærslu eftir skatta.
Það að semja um prósentuhækkun upp á 4 prósent á 250 þúsund króna laun, hækkar þau um 10 þúsund á mánuði. Þessi aðili er nánast jafn illa settur og áður. Hann á ekki fyrir framfærslu.
Sama prósentuhækkun á 750 þúsund króna laun, hækkar þau sömu laun um 30 þúsund á mánuði. Með þessum hætti eykst bilið milli ríkra og fátækra.
Tengdar greinar
Góð og slæm stjórnun
Lífið er alveg bærilegt frá degi til dags, eða allt þar til alþingi íslendinga kemur saman. Á hverju hausti gera
Gjaldskrárhækkanir afturkallaðar
Bæjarráð Fjarðabyggðar ákvað á fundi í morgun (13.1.2014), að fella úr gildi hækkun á gjaldskrám leikskóla, skóladagheimila og tónlistarskóla. Gjöld
Vetrarsólstöður í dag
Bjart yfir og sól í lofti. Fáskrúðsfirðingar mega þó bíða til 28. janúar, en þá skín sólin niður í fjörðinn