Kjarabótum logið upp á öryrkja og eldri borgara – Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir

Kjarabótum logið upp á öryrkja og eldri borgara – Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir “níu milljarðar hafa farið til öryrkja á síðustu tveim árum” og Bjarni Benediktsson segir að “kaupmáttur eldri borgarar hafi hækkað mest allra á undanförnum árum.” – Ætla má að fátæklingum, sem vart ná endum saman, muni um slíkan rausnarskap sem þau Bjarni og Katrín nefna.

Skoðum laun eldri borgara:
Ellilífeyrir og Tekjutrygging ellilífeyris

Eldri borgari hafði 181.129 þúsund krónur þann 1. janúar 2016 frádreginn skattur 16.659 krónur. Útborguð laun eftir skatt: 164.470 – Sami eldri borgari hafði 260 þúsund krónur 1. nóvember sl., frádreginn skattur 42.220 krónur. Útborguð laun eftir skatt: 217.580

Kjör öryrkja – Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra skrifar:
„Prófaði reiknivél á heimasíðu Tryggingastofnunar. Fengi útborgaðar 204.352 kr. Miðað við ummæli forsætisráðherra og fjármálaráðherra um gífurlega hækkun til öryrkja á þeirra vakt gæti fólk haldið að greiðslurnar væru mannsæmandi, en svo er ekki. Hér er niðurstaðan:

Örorkulífeyrir 44.866
Aldurstengd örorkuuppbót 6.730
Tekjutrygging 143.676
Framfærsluuppbót 43.322
Samtals: 238.594
Frádreginn skattur (1. skattþrep) – 88.137
Persónuafsláttur (nýting skattkorts 100 %) 53.895
Samtals frá TR eftir skatt: 204.352

Af hverju eru þau Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson að fara með lygar og hálfsannleik í ræðustól Alþingis?? – Álíta þau marg nefnda „virðingu Alþingis“ vaxa eins og nefið á Gosa spítustrák?


Tengdar greinar

Hvað þýðir “Best fyrir” dagsetning á matvöru frá Goða?

Hraðferð í búðina, stutt í lokun, lítill tími til að fara yfir verðmerkingar og dagsetningar á einstökum vörum. Sviðakjammi handa

Skemmtileg myndbönd af páfagaukum

Páfagaukur matar hund í mesta bróðerni Páfagaukur sem elskar Elvis Presley

Bjarni Benediktsson boðar betri tíð með blóm í haga

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sá fyrir sér bjarta framtíð í ræðu á flokkráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í gærdag. Þar talaði hann um þær

6 ummæli

Skrifa athugasemd
 1. Svana Jónsdóttir
  Svana Jónsdóttir _ $ S,$ s

  Ég skil þetta ekki,frú Katrín Jakobsdóttir,bara skil þetta ekki.

  Svara þessari athugasemd
 2. Steinunn Hansdõttir
  Steinunn Hansdõttir _ $ S,$ s

  Blessunin er orðin leppur BB. Mun aldrei trūa eða treysta orðum hennar framar. Frekar en öðrum ī þessari ríkisstjórn.

  Svara þessari athugasemd
 3. Sigurgeir Sigurgeirssonn
  Sigurgeir Sigurgeirssonn _ $ S,$ s

  Þau eiga að skamast sín fyrir hvernig þau koma fram við fólkið sem er búið að streða alt sitt lýf og skapa þessa velferð

  Svara þessari athugasemd
 4. sigurður Ben
  sigurður Ben _ $ S,$ s

  Þetta fólk sem situr á Alþingi Íslendinga ættu að skammast sín og líta í egi barm á ður en þeð fer að gaspra á þingi. Það er fátækt á Íslandi og því verður ekki neitað þó þetta fálk afi vel á aðra miljón á mánuði. Þetta er orðið frekar óhugnalegt að sjá sumar fjölskyildur sem ekki geta haldið jól.

  Svara þessari athugasemd
 5. Sveinn Astvaldsson
  Sveinn Astvaldsson _ $ S,$ s

  mér finnst niðurlæging Alþingis alger ,þegar forráðamenn ríkisstjórnar telja sig þurfa að grípa til þeirra úrræða að ljúga til að reyna að breiða yfir aumingjaskap sinn og úrræðaleysi og láta auðstéttir landsinns kúga sig til athafna sem þeir vita fullvel að er ranglátar og þvert á þau loforð sem stjórnvöld hafa gefið

  Svara þessari athugasemd

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.