Kjörbúðin – Sviðasulta á grunsamlega góðu verði

Kjörbúðin – Sviðasulta á grunsamlega góðu verði

Að undanförnu hef ég verið að kaupa sviðasultu í Kjörbúðinni hér á Fáskrúðsfirði. – Tvær sneiðar í pakka, frá SS á frábæru hilluverði 589 krónur. – Ég var satt að segja nokkuð ánægður með Kjörbúðina okkar. – Hvorki Bónus eða Krónan buðu lægra verð á SS sviðasultu.

Það er nú þannig að flestir treysta kaupmanninum á horninu. Þeir sem voru á undan mér í röðinni við kassann þennan dag afþökkuðu strimil kvittun. Ég þáði kvittun og fór yfir hana í hálkæringi þegar heim var komið, og sá að sviðasultan góða var reiknuð mér á 789 krónur. Þarna munaði hvorki meira né minna en 200 krónum á hillu- og kassaverði.

Við þetta var ekki unað og snaraðist ég í búðina og kvartaði sáran yfir að hafa verið snuðaður um nokkur hundruð krónur samanlagt, þar sem þetta var ekki í fyrsta skipti sem ég hafði keypt umrædda sviðasultu á „hilluverðinu góða“.

Afgreiðslumaður á kassa gaf þá skýringu að verðin í búðinni væru iðulega hækkuð án þess að starfsfólkið væri látið vita. – Ung stúlka við afgreiðslu fór með mér að hillunni með ódýru sviðasultunni. Og jú, það stóð heima, sviðasultan merkt stórum stöfum á hillu fyrir 589 krónur. – Þá beygði hún sig niður að miðanum og rýndi í örsmátt neðanmáls letur, og sagði; þarna er skýring. Verðið sem um ræddi átti að vera á næsta snaga í hillunni, en þar hékk bréf með óverðmerktri skinku. – Svo einfalt var þetta. – Sviðasultan góða hafði verið merkt á hillu 200 krónum ódýrar í minnst þrjár vikur án þess að upp kæmu athugasemdir frá viðskiptavinum. – Þess ber að geta að verðrugl sem þetta er ekki óalgengt í þessari tilteknu verslun, nefna má minnst tvö önnur skipti. – Afgreiðslufólkið bauð ekki endugreiðslu og baðst ekki afsökunar að þessu sinni, -en stúlkan sagði þau vera að vinna að umbótum á verðmerkingum.


Tengdar greinar

Jólahlaðborð með fyrrverandi vinnufélögum

Okkur, gamla settinu, var boðið í jólahlaðborð á Fosshóteli í Fáskrúðsfirði, en hótelið er byggt upp úr Franska spítalanum, sem

Svisslenskur bakarameistari?

Svisslendingar eru snjallir í ostagerð, og eru frægir fyrir sérstaklega götótta osta sem þykja lostæti. – Nú virðist sem bakarar

Fría bókhaldsforritið Manager…..

..sem við hjá Aust.is höfum dundað okkur við að þýða yfir á íslensku, hefur verið þýtt að fullu yfir á;

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.