Kjörbúðin – Sviðasulta á grunsamlega góðu verði

Kjörbúðin – Sviðasulta á grunsamlega góðu verði

Að undanförnu hef ég verið að kaupa sviðasultu í Kjörbúðinni hér á Fáskrúðsfirði. – Tvær sneiðar í pakka, frá SS á frábæru hilluverði 589 krónur. – Ég var satt að segja nokkuð ánægður með Kjörbúðina okkar. – Hvorki Bónus eða Krónan buðu lægra verð á SS sviðasultu.

Það er nú þannig að flestir treysta kaupmanninum á horninu. Þeir sem voru á undan mér í röðinni við kassann þennan dag afþökkuðu strimil kvittun. Ég þáði kvittun og fór yfir hana í hálkæringi þegar heim var komið, og sá að sviðasultan góða var reiknuð mér á 789 krónur. Þarna munaði hvorki meira né minna en 200 krónum á hillu- og kassaverði.

Við þetta var ekki unað og snaraðist ég í búðina og kvartaði sáran yfir að hafa verið snuðaður um nokkur hundruð krónur samanlagt, þar sem þetta var ekki í fyrsta skipti sem ég hafði keypt umrædda sviðasultu á „hilluverðinu góða“.

Afgreiðslumaður á kassa gaf þá skýringu að verðin í búðinni væru iðulega hækkuð án þess að starfsfólkið væri látið vita. – Ung stúlka við afgreiðslu fór með mér að hillunni með ódýru sviðasultunni. Og jú, það stóð heima, sviðasultan merkt stórum stöfum á hillu fyrir 589 krónur. – Þá beygði hún sig niður að miðanum og rýndi í örsmátt neðanmáls letur, og sagði; þarna er skýring. Verðið sem um ræddi átti að vera á næsta snaga í hillunni, en þar hékk bréf með óverðmerktri skinku. – Svo einfalt var þetta. – Sviðasultan góða hafði verið merkt á hillu 200 krónum ódýrar í minnst þrjár vikur án þess að upp kæmu athugasemdir frá viðskiptavinum. – Þess ber að geta að verðrugl sem þetta er ekki óalgengt í þessari tilteknu verslun, nefna má minnst tvö önnur skipti. – Afgreiðslufólkið bauð ekki endugreiðslu og baðst ekki afsökunar að þessu sinni, -en stúlkan sagði þau vera að vinna að umbótum á verðmerkingum.


Tengdar greinar

1984.is – Góð þjónusta og sanngjarnt verð

Við hér á Aust.is getum mælt með vefhýsingu hjá 1984.is – Frábær þjónusta og jákvætt starfsfólk sem er tilbúið til

Ráðleggingar til hestamanna um áramót

Dýrahald og flugeldar Um áramót hafa iðulega orðið slys og óhöpp vegna ofsahræðslu dýra við flugelda og hávaðann frá þeim.

Nýtt útlit á Aust.is

Þá er mikil vinna að baki. Nú hefur vefurinn okkar Aust.is, verið uppfærður samkvæmt nýjustu tækni og vísindum. Allir velkomnir

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.