Komugjöld í heilsugæslu felld niður hjá öryrkjum og öldruðum

„Hætt verður að innheimta komugjöld af öryrkjum og öldruðum í heilsugæslu og hjá heimilislæknum frá 1. janúar næstkomandi, samkvæmt ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Gildir það jafnt hvort sem um er að ræða komu á dagvinnutíma eða á öðrum tímum sólarhringsins. Gjald fyrir vitjanir lækna til aldraðra og öryrkja verður einnig fellt niður. Líkt og áður eru ekki innheimt komugjöld hjá börnum að 18 ára aldri.
„Þetta er mikilvæg aðgerð og liður í stefnu stjórnvalda um að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu og auka á móti framlög hins opinbera. Þetta er einnig í samræmi við þá áherslu að efla hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar fólks í heilbrigðiskerfinu“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Þak var sett á heildarútgjöld sjúklinga og ýmsar aðrar breytingar gerðar varðandi greiðsluþátttöku fólks fyrir heilbrigðisþjónustu með nýju greiðsluþátttökukerfi árið 2017. Þessi breyting hefur lækkað verulega útgjöld þeirra sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda og stuðlað að auknum jöfnuði meðal notenda heilbrigðiskerfisins. Heildarútgjöld sjúklinga í nýja greiðsluþátttökukerfinu eru um 1,5 milljörðum króna lægri á ársgrundvelli en þau voru áður og lækka enn frekar með niðurfellingu komugjalda öryrkja og aldraðra um áramótin.
Komugjöld almennra notenda í heilsugæslunni verða óbreytt að krónutölu á nýju ári og taka því ekki hækkunum í samræmi við breyttar verðlagsforsendur.
Komur öryrkja í heilsugæsluna eru um 55.000 á ársgrundvelli og komur aldraðra um 107.500, miðað við tólf mánaða tímabil frá miðju ári 2017 – 2018.“ – Frétt og mynd af Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra af vefsvæði Velferðarráðuneytis
Tengdar greinar
Lánareiknir – Skuldaleiðrétting húsnæðislána
Hér er vefsíða, þar sem skoða má hverra leiðréttinga má vænta til lækkunnar á verðtryggðu húsnæðislánunum. Sjá: Lánareiknir.
Fjarðabyggð og hestamenn á Fáskrúðsfirði
Fjandskapur bæjaryfirvalda gagnvart hestamönnum hér á Fáskrúðsfirði hefur komið fram með ýmsum hætti á undanförnum árum. Hefðbundnar reiðgötur út frá
Fáránlegar launakröfur AFL,s starfgreinafélags
Svo virðist sem Afl, starfsgreinafélag austurlands hafi kolfallið fyrir áróðursmaskinu atvinnurekenda og samþykkt án mótspyrnu, að ekkert sé til skiptanna