Kosningadagur í Fjarðabyggð

Þá er komið að því að nýta atkvæðið og kjósa flokk til að fara með stjórn fjarðabyggðar næstu fjögur árin. – Valkosturinn er einn af þrem flokkum sem ættu í raun að vera sameinaðir í einn flokk, sbr. byggðarlögin sem þeir þjóna. Og hins, að þeir virðast sammála um flest mál.
Skuldirnar eru fyrirferðamiklar og áherslur allra flokka beinast að lækkun þeirra. – Það er gott mál.
Sparnaður og ráðdeild er ofarlega á baugi hjá öllum flokkum, þegar kemur að endurnýjun holræsa og gatna. En rugluð sóun, eins og að uppfæra hluta fjarðabyggðavefsins upp á 6 milljónir flýgur í gegnum kerfið, nánast án athugasemda. – Var uppfærslan til að auka gagnsæi og upplýsingu stjórnsýslunnar? – Nei, hún er jafn ógagnsæ og áður, kostnaðurinn varðar einungis hafnirnar í Fjarðabyggð. – Maður spyr sig óneitanlega að því hvert heildarkostnaðurinn við fjarðabyggðavefinn er kominn, -ef smá viðbót við hann hljóðar upp á 6 sjóðheitar “sparaðar” millur?
Stefnuskrá flokkanna er ekki merkileg og lítt skuldbindandi. Einn vill hafa eitt gjald fyrir alla með Alcoa rútunni, annar vill lækka okurálögur á eldri borgara um 20% og þriðji vill byggja upp hafnsækna starfsemi og gæta að jaðarbyggðum sveitarfélagsins í þeim efnum.
Annars er best að hætta þessu væli, og koma sér á kjörstað hér á Fáskrúðsfirði, -og fara síðan í kosningakaffi hjá einhverjum af flokkunum, en eins og sumir hafa uppgötvað, þá bjóða einhverjir flokkar ekki upp á kosningakaffi, nema í útvöldum byggðarlögum. 🙂
Tengdar greinar
Biskup frá Skálholti á leið til Fáskrúðsfjarðar
Þau tíðindi voru að berast okkur hér á Aust.is í dag, að Biskup sé væntanlegur til Fáskrúðsfjarðar öðru hvoru megin
Guð minn almáttugur…
..hrópaði konan í dag, og ég sá ekki betur en hún horfði á mig stórum augum. Ég leit í kringum
Atvinnubátar og frístundatrillur eldri borgarar
Mörg sveitarfélög taka tillit til eldri borgara þegar þau ákveða bryggjugjöld. Vogar veittu 25% afsláttur til eldri borgara árið 2010