Krónan á Reyðarfirði

Við förum reglulega í Krónuna þegar kemur að því að fylla á ísskápinn. – Prýðis verslun með gott vöruval og liðlegt starfsfólk í afgreiðslu.
Grænmetishillur eru með ágætum. Ávaxtaborðið er oft slakt hvað gæði varðar. – Krónan býður upp á ljúffengan heitan mat til að hafa með sér heim. Nefna má kjúkling, purusteik og svið.
Þegar farið er um verslunina vekur furðu, ótaldir hillumetrar af shampó og hversu mikið úrval er af svokölluðum dip sósum sem hafðar eru með kartöflu snakki, sem einnig þekur ófáar hillur í versluninni. Þessi ofgnótt af einstökum vörutegundum er væntanlega á kostnað enn meira vöruúrvals. – Við söknum margra sælkera- og kryddvara úr hillum, svo sem perlulauks, niðursoðins hvítlauks og kapers, svo dæmi sé tekið.
Tengdar greinar
Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2018 – Frítt fyrir eldri borgara
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur á fundi þann 16. október fjallað um gjaldskrá líkamsræktarstöðva fyrir árið 2018 á fundinum kom fram að
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir um heiðarleika, virðingu, réttlæti og jafnrétti
Herra forseti. Kæra landsfólk. Heiðarleiki, virðing, réttlæti, jafnrétti — þetta eru þau skýru, sameiginlegu grunngildi sem yfir 1.200 manneskjur sammæltust
Heppni að ekki varð stórslys, myndband
Magnað hvað fólk er að fást við vonlausar truntur.