Krónan á Reyðarfirði

Við förum reglulega í Krónuna þegar kemur að því að fylla á ísskápinn. – Prýðis verslun með gott vöruval og liðlegt starfsfólk í afgreiðslu.
Grænmetishillur eru með ágætum. Ávaxtaborðið er oft slakt hvað gæði varðar. – Krónan býður upp á ljúffengan heitan mat til að hafa með sér heim. Nefna má kjúkling, purusteik og svið.
Þegar farið er um verslunina vekur furðu, ótaldir hillumetrar af shampó og hversu mikið úrval er af svokölluðum dip sósum sem hafðar eru með kartöflu snakki, sem einnig þekur ófáar hillur í versluninni. Þessi ofgnótt af einstökum vörutegundum er væntanlega á kostnað enn meira vöruúrvals. – Við söknum margra sælkera- og kryddvara úr hillum, svo sem perlulauks, niðursoðins hvítlauks og kapers, svo dæmi sé tekið.
Tengdar greinar
Biðlistar eftir aðgerðum – Fyrirspurn Guðmundar Inga Kristinssonar Flokki fólksins
“Virðulegi forseti. Ég ætla að beina fyrirspurn til hæstv. heilbrigðisráðherra um biðlista. Ástæða þess að ég spyr um þetta núna
Útsala! – Útsala!
Það er svolítið hlægilegt að koma inn í verslanir þar sem uppistaða útsöluvarningsins eru jólaseríur og tilheyrandi skraut. – Vantar
Fría bókhaldskerfið Manager vinsælt
Spánverjar, danir, þjóðverjar, hollendingar og grikkir hafa þýtt Manager bókhaldskerfið að fullu. Þetta kerfi höfum við á aust.is verið að