Krónan hækkar verð á ávöxtum um 10 prósent

by Arndís / Gunnar | 01/03/2019 21:47

Það fyrsta sem við gerum þegar við heimsækjum Krónuna á Reyðarfirði er að velja okkur ávexti úr ávaxtaborði. Í síðustu viku og vikurnar þar á undan fengust 10 ávextir að eigin vali á 400 krónur. Í dag þegar við ætluðum að velja sama skammt kostaði hann 440 krónur. – Hér er um 10 prósenta hækkun að ræða.

Source URL: https://aust.is/kronan-haekkar-verd-a-avoxtum-um-10-prosent/