Krónan sem féll og féll – Gagn og gaman fyrir byrjendur

Það var einu sinni lítil króna sem langaði að verða sjálfstæður gjaldmiðill. Hún vildi verða alvöru lánsmynt og taka þátt í almennum launahækkunum og verða dáð og dýrkuð af þjóð sinni sem alvöru þjóðmynt. – Og svo varð það. Slegin var falleg gyllt mynt sem varð stolt þjóðar og hún gjarnan nefnd á hátíðlegum stundum sem tákn sjálfstæðis okkar og fullveldis þjóðar á meðal þjóða.
En Krónan var ekki lengi í Paradís. Hún komst í hendurnar á óvönduðum mönnum. Og hún féll og hún féll aftur. Verðbólgan hafði brugðið fyrir hana hagvaxtarfæti og lánskjaravísitala framfærslukostnaðar dæmdi hana úr leik. Og þá komu upp hugmyndir um að hún yrði slegin í ál, og hún nefnd flotkróna og skyldi hún tilheyra fljótandi gengi, sem var ný uppfinning Seðlabankans.
En hún flaut illa og hún sökk, og hún hrapaði og féll aftur. Verðgildi hennar varð nánast að engu. – Þegar þarna var komið sögu voru góð ráð dýr. En þá kom verðtryggingin sem öllu bjargaði til sögunnar. Með upptöku verðtryggingar var hægt að búa til fjöldan allan af krónum úr hverri og einni flotkrónu og nýtt tímabil hófst. En sögu gömlu krónunar sem sjálfstæðs gjalmiðils í þjónustu stoltrar þjóðar var lokið.
Eftir þetta varð krónan, fyrir atbeina stjórnvalda að kúgunartæki fjármagnseigenda, sem töldu þjóðini trú um að vertryggð flotkróna þjónaði okkur best, enda væri hún tákn um sjálfstæði kjark og þor þjóðar, þegar á móti blési.
Tengdar greinar
Hross í oss á skyrtubol í kínverskri vefverslun
Nú má panta sér glæsilegan skyrtubol á vefsíðunni Aliexpress.com. Bolurinn sýnir hvar okkar ástsæli leikari, Ingvar E. Sigurðsson situr gráa
Fjarðabyggð til framtíðar
Í dag barst okkur blað frá sveitarfélaginu okkar undir fyrirsögninni Fjarðabyggð til framtíðar. Samkvæmt efni bréfsins er Fjarðabyggð að bjóða
Frumskógarlögmál í vöruflutningum
Það er fróðlegt að skoða verðlagningu á flutningum út á land. – 30 kg. sending Rvk-austur á firði, fékkst fyrir