Kveðja frá Páli Björgvini Guðmundssyni

Páll Björgvin Guðmundsson lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Af því tilefni sendir hann öllum íbúum Fjarðabyggðar þakkir sínar og eftirfarandi kveðju:
Það hefur verið mér mikill heiður að fá að sinna fjölbreyttu og gefandi starfi bæjarstjóra Fjarðabyggðar síðustu átta árin. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka öllum starfsmönnum sveitarfélagsins, sveitarstjórnarfólki og bæjarbúum, fyrir ánægjulegt og gefandi samstarf. Einnig vil ég þakka samstarfsaðilum, viðskiptavinum og gestum sveitarfélagsins fyrir samskiptin. Síðast en ekki síst ber að þakka afar ánægjuleg samskipti við bæjarbúa á þessum átta árum.
Ég óska Fjarðabyggð og íbúum Fjarðabyggðar alls hins besta í framtíðinni.
Mynd og texti af vefsvæði fjarðabyggðar.
Tengdar greinar
Fiskeldi Austfjarða kemur sér fyrir í Fáskrúðsfirði
Fiskeldi Austfjarða hefur sótt um athafnasvæði til samsetningar á sjókvíum sínum hér í Fáskrúðsfirði. Svæðið sem um ræðir er innan
Framkvæmdir hjá hestamönnum á Fáskrúðsfirði
Hestamenn á Fáskrúðsfirði komu saman í morgun og hófu það bráðskemmtilega verk að reisa sér veglegt hringgerði. – Allir lögðust
Malbikun við höfnina á Fáskrúðsfirði
Framkvæmdum við smábátahöfnina fleygir fram. Fjöldi manns að störfum. Myndir teknar á tveim dögum sýna að senn verður snyrtilegt hafnarsvæði