Kveikt á jólatrjánum í Fjarðabyggð

“Það styttist óðum til jóla og um helgina verða ljósin tendruð á jólatrjám Fjarðabyggðar í flestum byggðakjörnum. Eins og í fyrra eru öll jólatrén ræktuð á skógræktarsvæði í Norðfirði og er ánægjulegt að sveitarfélgið geti með þessu lagt sitt af mörkum til umhverfismála.
Kveikt verður á ljósum jólatrjánna eftirtalda daga:
Neskaupstaður: sunnudaginn 3. desember kl. 16:00
Eskifjörður: sunnudaginn 3. desember kl. 15:00
Reyðarfjörður: sunnudaginn 3. desember kl. 16:00
Fáskrúðsfjörður: laugardaginn 2. desember kl. 16:00
Stöðvarfjörður: sunnudaginn 3. desember kl. 17:00
Mjóifjörður: sunnudaginn 10. desember kl. 15:00
Jólalög verða sungin, jólasveinarnir kíkja í heimsókn og hver veit hvað leynist í pokunum þeirra. Boðið verður uppá alveg einstaka jólastemmningu fyrir alla fjölskylduna.” – Myndir og texti af vefsvæði Fjarðabyggðar
Tengdar greinar
Svisslenskur bakarameistari?
Svisslendingar eru snjallir í ostagerð, og eru frægir fyrir sérstaklega götótta osta sem þykja lostæti. – Nú virðist sem bakarar
Dýrt að hringja í 1818
Þurfti að hringja þrisvar sinnum í 1818 úr farsíma. Það mun ekki gerast aftur, nema í neyð. – Verð fyrir