Kvörtun frá íbúum við Álfabrekku Fáskrúðsfirði

Kvörtun frá íbúum við Álfabrekku Fáskrúðsfirði

Í undirskriftarlista sem tekinn var fyrir í bæjarráði þann 24 aprí sl., er kvartað undan afskiptaleysi bæjarfélagsins varðandi snjómokstur í götunni og nefna íbúar við Álfabrekku skort á forgangsröðun og að þeir séu meðal alsíðustu íbúa Fáskrúðsfjarðar til að fá götuna rudda, “meira að segja vegurinn inn að gámavöllum og hesthúsunum er yfirleitt ruddur á undan Álfabrekku svo segja má að hestar og ruslarottur sé hærra skrifað en við.” segir í áskorun íbúanna.

Þá segir jafnframt: “Þetta er með öllu ólíðandi hvernig snjóruðningur hér í bæ og þá sérstaklega Álfabrekku hefur farið lóðbeint niðurávið síðustu ár, en nú er svo komið að ekki verður við unað, til að hægt sé að moka Álfabrekku fyrr mætti fækka þeim bröttum sem fáir búa við á milli Skólavegar og Hlíðargötu td. Hólastíg og Álfastíg. Það á ekki að þurfa 5 bratta á milli Skólavegar og Hlíðargötu, það er einfaldlega ekki boðlegt að Álfabrekka sé ekki rudd svo dögum skipti, sem dæmi var hún algerlega ófær öllum bílum í tvo daga nú í mars þegar að vísu mesta snjókoma í manna minnum gekk yfir, en það að flest allar götur í bænum voru orðnar færar og nánast full hreinsaðar þegar loksins var stungið í gegn hjá okkur er óboðlegt. Við undirrituð treystum því að þessum málum verði kippt í lag fyrir næsta vetur.” – Undir listann skrifa 10 íbúar búsettir við Álfabrekku.

Það er ótrúlegt hversu miklum hroka og tillitsleysi er hægt að koma fyrir í einum undirskriftalista. Vonandi sjá bæjaryfirvöld ljósið,, -og byrja hvern snjómokstur í Álfabrekku á næsta vetri.


Tengdar greinar

Á flæðiskeri staddir

Skondið var að sjá tvo félaga þar sem þeir hímdu upp á skeri eftir að hafa strandað bát sínum á

Bátur leystur frá bryggju á Fáskrúðsfirði

Aðfararnótt laugardags gerðist það að vélbáturinn Kría var leyst frá flotbryggju í smábátahöfninni á Fáskrúðsfirði með þeim afleiðingum að hann

Oddný G Harðardóttir rekur lygar og hálfsannleik ofan í forsætis- og fjármálaráðherra

Oddný G. Harðardóttir skrifar: „Prófaði reiknivél á heimasíðu Tryggingastofnunar. Fengi útborgaðar 204.352 kr. Miðað við ummæli forsætisráðherra og fjármálaráðherra um

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.