Látum náttúruna njóta vafans – Framtíðin felst í lokuðum sjókvíum og landeldi.

Skorum á stjórnvöld að móta skýra stefnu um sjálfbærni í fiskeldi og standa þar með vörð um náttúru Íslands og villta laxastofninn hér á landi. Óspilltri náttúru Íslands og einstökum laxastofni landsins stafar mikil hætta af fyrirhugaðri stækkun laxeldis. Alþingi Íslendinga mun bráðlega taka til umfjöllunar nýtt frumvarp til laga um fiskeldi. Ný fiskeldislög gætu verndað villta laxinn og þar með íslenska náttúru. – Taktu þátt núna í að hvetja Alþingi til að setja skýr lög um fiskeldi sem stuðlar að þessum markmiðum! Ýttu hér til á taka þátt í áskorun
Innihald áskorunar
Ég skora á stjórnvöld að marka stefnu um sjálfbært fiskeldi í sátt við náttúruna. Því markmiði verður aðeins náð með lokuðum kvíum í sjó eða landeldi.
Fiskeldi í opnum kvíum er ósjálfbær aðferð þar sem fiskur sleppur reglulega og ógnar villtum stofnum auk þess sem sníkjudýr, mengun og úrgangur berst óhindrað út í náttúruna. Fiskeldi í opnum sjókvíum skaðar orðspor, ímynd og náttúru Íslands.
Á Íslandi er gott tækifæri til að byggja upp öflugt fiskeldi með nýjustu tækni í sátt við náttúruna. Íslendingar geta því sameinast um og verið stoltir af þessari mikilvægu atvinnugrein. Stjórnvöld ættu að stöðva útgáfu leyfa til fiskeldis í opnum sjókvíum og beita hagrænum hvötum, s.s. með lækkun opinberra gjalda, til að beina fiskeldisiðnaðinn í átt að sjálfbæru og umhverfisvænu fiskeldi.
Ýttu hér til á taka þátt í áskorun
Tengdar greinar
Vatnslaust við Skólaveginn, Fáskrúðsfirði
Undanfarna daga er vatn ítrekað tekið af húsum við Skólaveg vegna framkvæmda í götunni. Þetta er bagalegt vegna rafmagns heitavatnskúta
Garðyrkjuhundur að setja niður kartöflur….
…spurning hvort hann taki þær svo upp að hausti. 🙂 – Einstakt úthald. Spurning hvort myndbandið sé falsað að hluta