Launþegar í fortíð nútíð og nánustu framtíð

Fyrir nokkrum áratugum tíðkaðist að atvinnurekendur greiddu launþegum afrakstur erfiðisins í beinhörðum peningum. Gjarnan var þetta þannig að gjaldkeri eða framkvæmdastjóri fyrirtækisins gekk á milli manna og rétti hverjum og einum brúnt eða hvítt umslag með nafninu sínu. Innihaldið var andvirði erfiðisins í krónum og aurum talið í lok hverrar vinnuviku.
Löngu seinna eða um það leyti sem almenningur fór að notast við ávísanahefti, buðu atvinnurekendur launþegum að fá launin greidd inn á ávísanareikninga sína. Enginn sérstakur aukakostnaður varð af þessu fyrirkomulagi.
Árin líða og við erum komin fram til ársins 2016. Launþegar fá laun sín inn á bankareikninga tengdum heimabanka, þaðan útdeila þeir þeim í mánaðarleg útgjöld. Vinnulaunin eru svo sem geldar tölur á skjá þegar hér er komið, en kerfið virkar ágætlega.
Í dag má lesa í fjölmiðlum að bankarnir hyggist innheimta fyrir aðgengi að heimabönkum. Hver heimsókn í heimabanka skuli kosta svo og svo margar krónur. Sem í raun þýðir að þú lesandi góður þarft að greiða fyrir að hafa aðgengi að launununum þínum. – Erum við ekki komin á þann stað að víð þurfum að fá launin okkar útborguð í brúnu eða hvítu umslagi?
Tengdar greinar
Sólin sést ekki….
….og 10 dagar liðnir frá því að hún hefði átt að skína niður í Fáskrúðsfjörð. Smá glæta í dag, en
Flokkurinn sem segir alla hina hækka skatta, :)
Kosningaáróður Sjálfstæðisflokksins gengur helst út á að vara við vinstri flokkunum, þar sem þeir muni hækka alla skatta á okkur.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir um heiðarleika, virðingu, réttlæti og jafnrétti
Herra forseti. Kæra landsfólk. Heiðarleiki, virðing, réttlæti, jafnrétti — þetta eru þau skýru, sameiginlegu grunngildi sem yfir 1.200 manneskjur sammæltust