LAUSAGANGA SAUÐFJÁR BÖNNUÐ INNAN ÞÉTTBÝLISMARKA FJARÐABYGGÐAR


Kæru umsjónarmenn SAUÐFJÁR sem og aðrir íbúar,
Vegna ítrekaðra ábendinga um laust SAUÐFÉ innan íbúabyggðar í Fjarðabyggð vill dýraeftirlitið koma eftirfarandi á framfæri:
SAUÐFÉ skal ávallt hafa í bandi á göngu innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins. Þetta þýðir t.d. að ekki má ganga með SAUÐFÉ lausa á göngustígum ofan byggðar í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði eða Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði eða á Breiðdalsvík.
Þeir sem verða varir við slíkt athæfi er bent á ábendingakerfi Fjarðabyggðar, fylgja skal með mynd ásamt frekari upplýsingum er varða málið.
Biðjum við alla umsjónaraðila SAUÐFJÁR að sýna ábyrgð og tillitssemi.
Athugið, þetta er auðvitað grín, útúrsnúningur og falsfrétt úr tikynningu á vefsvæði Fjarðabyggðar. Tilkynningin átti við um HUNDA en ekki SAUÐFÉ. Lausaganga sauðfjár verður aldrei bönnuð í bæjarfélaginu. Sauðkindin er heilög kú, ef þannig má að orði komast. Hún má valsa um kartöflu- og grænmetisgarða bæjarbúa og leggja þar allt í rúst. Hún má bíta gras í kirkjugörðum bæjarins og hún má valsa um lóðið bæjarbúa að vild. Þeir sem ekki girða lóðir sínar, er nær að hafa þær ógirtar.
Tengdar greinar
Miklir vatnavextir í Fáskrúðsfirði
Í vatnavöxtum undanfarinna daga kemur í ljós að þörf er á styrkingu við syðri bakka Kirkjubólsár gegnt hesthúsabyggð. Ég hef
Svisslenskur bakarameistari?
Svisslendingar eru snjallir í ostagerð, og eru frægir fyrir sérstaklega götótta osta sem þykja lostæti. – Nú virðist sem bakarar
Bátur leystur frá bryggju á Fáskrúðsfirði
Aðfararnótt laugardags gerðist það að vélbáturinn Kría var leyst frá flotbryggju í smábátahöfninni á Fáskrúðsfirði með þeim afleiðingum að hann