Lausaganga svína bönnuð í Fjarðabyggð

Um þessar mundir er Fjarðabyggð að koma sér upp reglum er varðar lausagöngu búfjár í sveitarfélaginu og í reglum þar að lútandi segir að lausaganga stórgripa; hrossa, nautgripa og SVÍNA sé bönnuð. -Sauðfé er ekki nefnt, -sennilega flokkast sá fénaður ekki undir stórgripi, þótt hann slagi upp í stærð svína.
Svo ég vitni í okkur sjálf, þá rekjum við stórfellt tjón á kálgarði okkar hjóna til lausagöngu sauðfjár. – Það var lausagöngu sauðfé sem traðkaði niður garðinn okkar á síðastliðnu vori og át kálið, gulræturnar og rófurnar sem við höfðum haft mikið fyrir að forrækta. Það er sauðfé sem bæjarstarfsmenn þurfa að stugga út úr kirkjugörðum og heimilisgörðum árla morgna. -Þar eru ekki hross, nautgripir eða svínahjarðir á beit.
En að banna lausagöngu svína er auðvitað bráð nauðsynlegt. Þau eru stór varasöm í lausagöngu. – En eftir á að hyggja, -getur einhver bent mér á að svín hafi verið í lausagöngu hér í Fjarðabyggð?
Tengdar greinar
Er okrað á landsmönnum? – FÍB verðkönnun
Allt að 270 prósent verðmunur á WD-40 ryðvaranarolíu samkvæmt verðkönnun Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Á vefsvæði félagsins segir: “Innkoma Costco á
Nýtt hesthúsagerði í smíðum
Við nýttum góða veðrið í dag, stilltum upp hornstaurum og byrjuðum að rafsjóða þverslár. Mikið pælt og mælt.
Lyfja – Sölumennska í góðu lagi
Heimsókn karls, eldri borgara í apótek Lyfju á Egilsstöðum var svolítið skondin. Eftir að hafa keypt lyf við nefstíflu og