Lausaganga svína bönnuð í Fjarðabyggð

Um þessar mundir er Fjarðabyggð að koma sér upp reglum er varðar lausagöngu búfjár í sveitarfélaginu og í reglum þar að lútandi segir að lausaganga stórgripa; hrossa, nautgripa og SVÍNA sé bönnuð. -Sauðfé er ekki nefnt, -sennilega flokkast sá fénaður ekki undir stórgripi, þótt hann slagi upp í stærð svína.
Svo ég vitni í okkur sjálf, þá rekjum við stórfellt tjón á kálgarði okkar hjóna til lausagöngu sauðfjár. – Það var lausagöngu sauðfé sem traðkaði niður garðinn okkar á síðastliðnu vori og át kálið, gulræturnar og rófurnar sem við höfðum haft mikið fyrir að forrækta. Það er sauðfé sem bæjarstarfsmenn þurfa að stugga út úr kirkjugörðum og heimilisgörðum árla morgna. -Þar eru ekki hross, nautgripir eða svínahjarðir á beit.
En að banna lausagöngu svína er auðvitað bráð nauðsynlegt. Þau eru stór varasöm í lausagöngu. – En eftir á að hyggja, -getur einhver bent mér á að svín hafi verið í lausagöngu hér í Fjarðabyggð?
Tengdar greinar
Samningur um rekstur tjaldsvæða í Fjarðabyggð
Á dögunum var ritað undir samning við Fjallmann Solutions ehf. og Landamerki ehf. um rekstur fimm tjalsvæða í Fjarðabyggð í
Íslenska svefnbæjar heilkennið
Svefnbær er staður þar sem fólk hverfur inn í hús sín og sefur. Í svefnbæ er nánast ekkert að gerast
Kjörbúðin – Sviðasulta á grunsamlega góðu verði
Að undanförnu hef ég verið að kaupa sviðasultu í Kjörbúðinni hér á Fáskrúðsfirði. – Tvær sneiðar í pakka, frá SS