Leitin að frönsku skútunni

Leitin að frönsku skútunni

SONY DSCUm hádegi í dag bárust þau tíðindi hér um Fáskrúðsfjörð að dularfull stór skúta væri undir fullum seglum á hraðbyr inn fjörðinn. Uppi varð fótur og fit. Menn komu saman á götuhornum og skeggræddu tíðindin. “Er þetta sjóræningjaskúta”?, spurði snáði á níunda aldursári. “Nei”, sagði einhver, en virtist ekki viss. “Kannski, ný dópskúta”, sagði annar. – Vaskir menn ákváðu að kanna málið og úr varð að Kría, einn af hraðskreiðustu bátunum hér á svæðinu, var mannaður.

SONY DSCKlukkan 13: 35 lagði spíttbáturinn Kría úr höfn. Austan kalda gjóla lagði inn fjörðinn og báturinn hjó ölduna strax og komið var út fyrir hafnarkjaftinn. Halli stýrimaður hélt um rattið og vék fleyinu fimlega við hverja ágjöf. Hraðinn aukinn, ábúðamiklar öldur gengu yfir og aftur af bátnum, sem lét illa að stjórn.

SONY DSCStímt var með norðanverðu landinu. Óðinn, sérstakur skrásetjari og vert, með meiru sá um leiðsögn og myndatökur. – Þegar komið var út fyrir Mjóeyri, blasti stór skúta við utar í firðinum. Sjór var úfinn en ölduhæð ásættanleg. – Ákveðið að halda stefnu og kanna hvað hér væri á ferðinni. – Óðinn myndaði það sem fyrir augu bar.

SONY DSCÞegar haldið er á sjóinn, er það ævintýri. Við vitum sjaldnast hvað hafið býður okkur uppá hverju sinni þegar haldið er úr höfn. Veiðum við stórlúðu?, innbyrðum við glefsandi risa steinbít?, eða rekumst við á sjóræningaskútu? – Hafið er hverfullt. Fárviðri fara um höfin og risa öldur brjóta það sem fyrir verður.

SONY DSCUtar í firðinum okkar fagra, keyrðum við framá glæsiskútuna Étoile sem er í heimsókn og verður stödd hér á Fáskrúðsfirði fram yfir helgi. Heimsóknin er til minningar um franska sjómenn sem stunduðu fiskveiðar við islandsstrendur á árum áður. – Engir sjóræningjar hér á ferð. Áhöfnin veifaði okkur glaðlega þegar við tókum stefnuna heim á leið.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá ferðinni:

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC


Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

<

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.