Léleg kjörsókn á Fáskrúðsfirði

Einungis 55,5% kusu á Fáskrúðsfirði. – Spurning hvort hér sé um landsmet í slakri kjörsókn að ræða? – Kosningaþátttaka fáskrúðsfirðinga var tæplega 10% minni en landsmeðaltal sem náði 65,9%
Hvað veldur?, -er það almenn ánægja með stjórnina sem fyrir er, -eða hitt að íbúum finnist kosningin ekki skipta þá máli, -allt verði sem áður og þeir hafi ekkert með flokkanna sem fyrir eru að gera. Þeir standi fyrir sömu áherslum hér eftir sem hingað til, sama hver þeirra er við völd og þær áherslur séu fáskrúðsfirðingum að skapi?
Alla vega er áhyggjuefni ef fólk nýtir ekki kosningarétt sinn. Það að fara á kjörstað og skila auðu, sendir skilaboð um óánægju. Það að kjósa ekki, geta flokkarnir túlkað sem almenna ánægju með störf þeirra.
Tengdar greinar
Raðhúsin við Skólaveg 98-112 Fáskrúðsfirði verða komin upp fyrir haustið
Samkvæmt heimildum mun vera kominn alvöru skriður á málin og munu öll húsin verði komin upp fyrir haustið samningar hafa
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur stjórna Fjarðabyggð næstu fjögur árin
“Jón Björn Hákonarson oddviti framsóknarmanna verður forseti bæjarstjórnar og Jens Garðar Helgason oddviti sjálfstæðismanna verður formaður bæjarráðs út kjörtímabilið. Þá
Pósturinn mismunar viðskiptavinum
Þegar farið er með pakka í pósthúsið, er ekki sama hver póstleggur pakkann. Gefum okkur að þú standir við hliðina