Letilegur naumhyggjustíll í fundagerðum Fjarðabyggðar

Letilegur naumhyggjustíll í fundagerðum Fjarðabyggðar

merki_fjardabyggdarVefsvæði fjarðabyggðar er glæsilegt að uppbyggingu og hefur alla burði til að vera upplýsandi fyrir þá sem vilja fylgjast með málefnum byggðarlagsins. Eftir fundi liggja fundargerðir gjarnan frammi á vefsvæðinu til “upplýsingar”. Hér er gripið niður í innihald fundargerðar bæjarráð sem haldinn var í Molanum 31. mars sl.:

19. 1403133 – Ársskýrsla HAUST 2013 / Framlögð til kynningar ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir árið 2013.

20. 1402024 – Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2014 /Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 814 frá 21. mars sl.

21. 1403009F – Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd – 89 / Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 24. mars lögð fram til kynningar.

22. 1403008F – Hafnarstjórn – 129 / Fundargerð hafnarstjórnar frá 25. mars lögð fram til kynningar.

23. 1403010F – Atvinnu- og menningarnefnd – 56 / Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 26. mars lögð fram til kynningar.

Það er lítið mál fyrir ritara fundagerða að hafa tilvísanir (linka), í umfjöllunarefninu. Það styrkir lýðræðið, ef íbúar Fjarðabyggðar og aðrir áhugasamir, hafa tækifæri til að gera sér fulla grein fyrir um hvað málin fjalla hverju sinni.

Dæmi úr sömu fundargerð þar sem tilvísunum/slóðum hefur verið bætt inn í til upplýsingar:

19. 1403133 – Ársskýrsla HAUST 2013 / Framlögð til kynningar ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir árið 2013. Sjá skýrslu.

20. 1402024 – Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2014 /Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 814 frá 21. mars sl. Sjá fundargerð. (Fundargerð verið fjarlægð af vefsvæði).

21. 1403009F – Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd – 89 / Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 24. mars lögð fram til kynningar. Sjá fundargerð. (Fundargerð verið fjarlægð af vefsvæði).

22. 1403008F – Hafnarstjórn – 129 / Fundargerð hafnarstjórnar frá 25. mars lögð fram til kynningar. Sjá fundargerð. (Fundargerð fjarlægð af upprunalegu vefsvæði).

23. 1403010F – Atvinnu- og menningarnefnd – 56 / Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 26. mars lögð fram til kynningar. Sjá fundargerð. (Fundargerð fjarlægð).

Áhugasamir um framvindu mála eiga hægara með að mynda sér skoðanir á hverju málefni fyrir sig. Þannig tryggjum við lýðræðislega umræðu og vitund, öllum til hagsbóta.


Tengdar greinar

Nýr fundur Fjarðabyggðar með hestamönnum

Ráðamenn Fjarðabyggðar hafa boðað hestamenn á fund um tilhögun beitarmála í kvöld kl. 20:00 og verður hann haldinn í Molanum,

Er kóngulóin byrjuð að hertaka húsið og pallinn þinn?

…segir í fyrirsögn auglýsingar sem birtist í Dagskránni á Austurlandi. Boðið er upp á eitrun fyrir roðamaur og öðrum skordýrum.

Vantar þig aðgengi að hraðbanka í raun og veru?

Umræða síðustu daga um að hraðbanka sé þörf í sjávarþorpum á landsbyggðinni, svo fólk megi nálgast fjármuni sína, svo sem

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.