Loðin markaðssetning á vöru og þjónustu

Mörg af stærstu og virtustu fyrirtækjum landsins auglýsa fjálglega í sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum. Þegar vefsvæðum þessara fyrirtækja er flett upp á internetinu, er fátt um haldbærar upplýsingar, allra síst hvað varan kostar. – Skilaboð þess efnis að setja sig í samband við sölumann, segir mér sem væntanlegum kaupanda að fyrirtækið treystir sér ekki í verðsamanburð við önnur fyrirtæki og vilji nýta sölumanninn til þess að sannfæra viðskiptavininn um að hann þurfi að greiða hærra verð fyrir margrómuð gæði, sem sölumaðurinn tíundar í símann. – Oftast er niðurstaðan sú, að ég finn annað fyrirtæki með sambærilega vöru í vefverslun, set hana í körfu, greiði fyrir með korti og fæ hana senda hingað austur.
Tengdar greinar
Er Krónan á Reyðarfirði að geispa golunni?
Í vikulegum innkaupaferðum okkar í Krónuna á Reyðarfirði, höfum við tekið eftir að vörurekkar og kæliskápar verslunarinnar eru hálf tómir.
Ný bæjarstjórn í Fjarðabyggð – Fundur í Breiðdalssetri 11. júní
Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson aðalmaður, Pálína Margeirsdóttir aðalmaður, Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður, Sigurður Ólafsson aðalmaður, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður,
Óvænt andríki á Fáskrúðsfirði – Endur á villigötum
Að undanförnu hafa íbúar Fáskrúðsfjarðar gengið eða ekið fram á hóp alianda á vappi um þorpið. Endurnar eru mjög spakar