Lyktarlaus skrautþorp í fallegum fjörðum

Stöðugt fjölgar þeim byggðarlögum og smáþorpum á landsbyggðinni sem standa uppi án atvinnu af fiskvinnslu. Þau verða útundan og afgangs stærð í hrunadansinum um kvótann. Þau eru dæmd til að verða til skrauts fyrir ferðamenn sem um þau fara. Þeir lofa fegurð þeirra og hreinleika og festa þau á ljósmynd við sólarlag. – Fiskifýlan er horfin og eftir stendur áferðarfalleg byggð sem hefur misst kjölfestu sína.
Kvótabraskið hefur alvarlegar hliðarverkanir þegar hvert frystihúsið á fætur öðru segir upp starfsfólki vegna breyttra forsenda. – Kvótaeigandinn ákveður að leggja frystihús byggðarkjarnans niður, skipin skulu landa annars staðar í hagræðingarskyni.
Þorpin við sjávarsíðuna þróuðust um aldir, byggðust upp utan um fiskveiðar og vinnslu. – Eins og hendi sé veifað, tilheyra þau horfnum atvinnuvegi, -missa stöðu sína. Frystihús standa tóm, íbúum fækkar. Íbúðir lækka í verði. Þjónusta hörfar og atvinnuleysi blasir við.
Ef eitthvað annað en skammsýni og græðgi hefur ráðið för, þegar framsal og brask með kvóta var gefið frjálst. Þá vinsamlegast sendið mér línu til upplýsingar.
Tengdar greinar
Streita og streituvarnir – fræðslufundur í Fáskrúðsfirði
Fæstir gera sér grein fyrir hversu mikill skaðvaldur streita getur verið, ef hún er viðvarandi og langvarandi ástand. Fyrirlesturinn snýr
Fría bókhaldsforritið Manager…..
..sem við hjá Aust.is höfum dundað okkur við að þýða yfir á íslensku, hefur verið þýtt að fullu yfir á;
Milljarðabónusar – Verkalýðsfélag Akraness ályktar
“Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á Alþingi að setja lög sem kveða á um 95% skatt á fyrirhugaða milljarðabónusa sem stjórnarmenn