Lyktarlaus skrautþorp í fallegum fjörðum

Stöðugt fjölgar þeim byggðarlögum og smáþorpum á landsbyggðinni sem standa uppi án atvinnu af fiskvinnslu. Þau verða útundan og afgangs stærð í hrunadansinum um kvótann. Þau eru dæmd til að verða til skrauts fyrir ferðamenn sem um þau fara. Þeir lofa fegurð þeirra og hreinleika og festa þau á ljósmynd við sólarlag. – Fiskifýlan er horfin og eftir stendur áferðarfalleg byggð sem hefur misst kjölfestu sína.
Kvótabraskið hefur alvarlegar hliðarverkanir þegar hvert frystihúsið á fætur öðru segir upp starfsfólki vegna breyttra forsenda. – Kvótaeigandinn ákveður að leggja frystihús byggðarkjarnans niður, skipin skulu landa annars staðar í hagræðingarskyni.
Þorpin við sjávarsíðuna þróuðust um aldir, byggðust upp utan um fiskveiðar og vinnslu. – Eins og hendi sé veifað, tilheyra þau horfnum atvinnuvegi, -missa stöðu sína. Frystihús standa tóm, íbúum fækkar. Íbúðir lækka í verði. Þjónusta hörfar og atvinnuleysi blasir við.
Ef eitthvað annað en skammsýni og græðgi hefur ráðið för, þegar framsal og brask með kvóta var gefið frjálst. Þá vinsamlegast sendið mér línu til upplýsingar.
Tengdar greinar
Hundurinn sem beit – Framhald
Fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands þann 24. október sl. “fjallaði m.a. um “málefni hunds sem hefur glefsað/bitið. Að ósk eiganda var hundurinn
Excel maðurinn
Excel maðurinn notar tölfræði á allar spurningar sem vakna. Hann matar excel forritið sitt á því sem best hljómar í
Ottar Proppe – Ekki loforð Bjartrar framtíðar, heldur áherslur
Fyrir kosningar: Ottar_Proppe Bjartri framtíð “vill að laun fyrir öryrkja og aldraða dugi til að borga allt sem þarf til