Málning ekki gefins nú til dags


Vafalaust er málning að batna ár frá ári og að einhverju leyti skýrir það hversu málning er almennt orðin dýr vara. – En það toppar flest allt, þegar í boði er lítil dós af báta-botnmálningu, (750 grömm) á litlar 14.500 krónur í verslun hér í Reyðarfirði.
Þegar haft var samband við Húsasmiðjuna á Egilsstöðum, var okkur tjáð að Egilsstaðir væru svo langt frá sjó, að þau sæju ekki ástæðu til að vera með botnmálningu í hillum sínum.
Framleiðandi nefndrar botnmálningar er Slippfélagið. Afgreiðslumaður á þeim bæ, sagði 750 gramma dós kosta tæplega 9 þúsund krónur frá verslun þeirra. Hann nefndi að með afslætti, sem hann bauð, gæti dósin kostað ríflega 7 þúsund krónur. -Þetta er samt hrikalegt verð á agnar smárri málningardós, sem þó er 7 þúsund krónum ódýrara en á Reyðarfirði.
Tengdar greinar
Þessi höfnuðu kjarabótum til aldraðra og öryrkja
Myndin er fengin af Facebook. Á henni má líta þá þingmenn og ráðherra sem höfnuðu að öryrkjar og aldraðir fengju
Ari Eldjárn – frábær skemmtikraftur
Að loknum einum fótboltaleik og rétt áður en annar byrjaði á heimsmeistarmótinu í knattspyrnu, fengum við innskot frá Ara Eldjárn.
N1 – Gírugt fyrirtæki á eldsneytismarkaði
Þegar fylgst er með eldsneytisverði á vefsíðu http://www.gsmbensin.is/gsmbensin_web.php?region=city — GSM bensín, kemur í ljós að N1 er með hæsta eldsneytisverð