Málning ekki gefins nú til dags


Vafalaust er málning að batna ár frá ári og að einhverju leyti skýrir það hversu málning er almennt orðin dýr vara. – En það toppar flest allt, þegar í boði er lítil dós af báta-botnmálningu, (750 grömm) á litlar 14.500 krónur í verslun hér í Reyðarfirði.
Þegar haft var samband við Húsasmiðjuna á Egilsstöðum, var okkur tjáð að Egilsstaðir væru svo langt frá sjó, að þau sæju ekki ástæðu til að vera með botnmálningu í hillum sínum.
Framleiðandi nefndrar botnmálningar er Slippfélagið. Afgreiðslumaður á þeim bæ, sagði 750 gramma dós kosta tæplega 9 þúsund krónur frá verslun þeirra. Hann nefndi að með afslætti, sem hann bauð, gæti dósin kostað ríflega 7 þúsund krónur. -Þetta er samt hrikalegt verð á agnar smárri málningardós, sem þó er 7 þúsund krónum ódýrara en á Reyðarfirði.
Tengdar greinar
Nýtt hesthúsagerði í smíðum
Við nýttum góða veðrið í dag, stilltum upp hornstaurum og byrjuðum að rafsjóða þverslár. Mikið pælt og mælt.
Hversu miklu vatni má koma fyrir í saltfiskbitum?
Eftir að hafa látið tvo saltfisks sporða þiðna á matardiski í smá stund, mátti sjá að rándýri eðal saltfiskurinn frá
Málað, slegið og snyrt
Nú er verið að botnmála stóra bátinn. Tvær al-sjálvirkar slátturvélar sjá svo um að halda grasvextinum í skefjum.