Málning ekki gefins nú til dags

Málning ekki gefins nú til dags
Mynd Slippfélagsins af umræddri málningu

Vafalaust er málning að batna ár frá ári og að einhverju leyti skýrir það hversu málning er almennt orðin dýr vara. – En það toppar flest allt, þegar í boði er lítil dós af báta-botnmálningu, (750 grömm) á litlar 14.500 krónur í verslun hér í Reyðarfirði.

Þegar haft var samband við Húsasmiðjuna á Egilsstöðum, var okkur tjáð að Egilsstaðir væru svo langt frá sjó, að þau sæju ekki ástæðu til að vera með botnmálningu í hillum sínum.

Framleiðandi nefndrar botnmálningar er Slippfélagið. Afgreiðslumaður á þeim bæ, sagði 750 gramma dós kosta tæplega 9 þúsund krónur frá verslun þeirra. Hann nefndi að með afslætti, sem hann bauð, gæti dósin kostað ríflega 7 þúsund krónur. -Þetta er samt hrikalegt verð á agnar smárri málningardós, sem þó er 7 þúsund krónum ódýrara en á Reyðarfirði.


Tengdar greinar

Harmagráturinn endalausi

Eftir langvarandi kreppu og eignaupptökur hjá þorra landsmanna og mikinn harmagrát, er svo komið að sumir, (veit satt að segja

Slökkvilið Fjarðabyggðar stendur fyrir húsbruna á Fáskrúðsfirði

Eldri hjónum var illa brugðið þegar þau sáu reyk og eldsloga bera við himinn, og svo virtist þeim úr fjarska

Nýr snjótroðari fyrir Fjarðabyggð

Nú getur skíða áhugafólk glaðst. – Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur falið bæjarstjóra að ganga til samninga um kaup á notuðum snjótroðara

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.