Málning ekki gefins nú til dags


Vafalaust er málning að batna ár frá ári og að einhverju leyti skýrir það hversu málning er almennt orðin dýr vara. – En það toppar flest allt, þegar í boði er lítil dós af báta-botnmálningu, (750 grömm) á litlar 14.500 krónur í verslun hér í Reyðarfirði.
Þegar haft var samband við Húsasmiðjuna á Egilsstöðum, var okkur tjáð að Egilsstaðir væru svo langt frá sjó, að þau sæju ekki ástæðu til að vera með botnmálningu í hillum sínum.
Framleiðandi nefndrar botnmálningar er Slippfélagið. Afgreiðslumaður á þeim bæ, sagði 750 gramma dós kosta tæplega 9 þúsund krónur frá verslun þeirra. Hann nefndi að með afslætti, sem hann bauð, gæti dósin kostað ríflega 7 þúsund krónur. -Þetta er samt hrikalegt verð á agnar smárri málningardós, sem þó er 7 þúsund krónum ódýrara en á Reyðarfirði.
Tengdar greinar
Oddný G Harðardóttir rekur lygar og hálfsannleik ofan í forsætis- og fjármálaráðherra
Oddný G. Harðardóttir skrifar: „Prófaði reiknivél á heimasíðu Tryggingastofnunar. Fengi útborgaðar 204.352 kr. Miðað við ummæli forsætisráðherra og fjármálaráðherra um
Blómin skarta sínu fegursta
Sumarið hefur leikið við okkur hér á austurhorninu það sem af er sumri. Myndirnar segja allt um það.
Lausaganga svína bönnuð í Fjarðabyggð
Um þessar mundir er Fjarðabyggð að koma sér upp reglum er varðar lausagöngu búfjár í sveitarfélaginu og í reglum þar