Meirihlutinn í Fjarðabyggð fallinn – Er það okkur að kenna?

Þar sem við hjónin fylgjum Pírötum að málum, vorum við á báðum áttum með að kjósa í Fjarðabyggð (Píratar buðu ekki fram í Fjarðabyggð). – Eftir að hafa kynnt okkur málefni Fjarðalistans, ákváðum við að fara á kjörstað og gefa þeim flokki atkvæði okkar að þessu sinni. Nú er komið á daginn að Fjarðalistinn er sigurvegari með tveggja atkvæða mun. – Það er gaman að velta því upp hver máttur einstakra kjósenda getur verið, því hugsanlega voru það atkvæðin okkar, sem felldu gamla meirihlutann. 🙂
Mynd af vefsvæði Fjarðalistans
Tengdar greinar
Okrað á hestaflutningum
Betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og leita bindandi tilboða, þegar kemur að því að flytja hest milli landshluta.
Malbikun við höfnina á Fáskrúðsfirði
Framkvæmdum við smábátahöfnina fleygir fram. Fjöldi manns að störfum. Myndir teknar á tveim dögum sýna að senn verður snyrtilegt hafnarsvæði