Miðstýrð hátíðarhöld í Fjarðabyggð

Umræða bæjarstjórnar um tilhögun hátíðarhalda í sameinuðum byggðarkjörnum, sem í dag nefnast Fjarðabyggð, er komin út í hörgul þegar farið er að tala um hver af byggðarkjörnunum eigi að halda 17. júní og sjómannadaginn hverju sinni.
Fyrir nokkum árum var sjómannadagurinn glæsilega haldinn hér á Fáskrúðsfirði. Ljósafellið og Hoffellið sigldu um fjörðinn með íbúa og þá sem vildu vera með, ásamt því að eigendur smábáta buðu fjölskyldu sinni og vinum í skemmtisiglingu um fjörðinn fagra. Úr varð tilkomumikil skrautsigling þar sem samhyggð og ánægja ríkti. – Svo virðist sem þessi skemmtun tilheyri fornum gildum. – Að mínu mati eiga forráðamenn Fjarðabyggðar að gæta hófs í stjórnsýslu og virða hefðir sem fyrir eru á hverjum stað.
Tengdar greinar
Aðfangadagur jóla 2012
Fremur þungbúið, frostlítið og logn. – Skrapp með myndavélina smá hring um þorpið til að fanga aðfangadag jóla á mynd.
Jákvæðar hugmyndir í gerjun á Stöðvarfirði
Atvinnustarfsemin hrundi á Stöðvarfirði, tveir togarar voru seldir burt og fiskvinnslan hætti. Íbúum fækkaði um helming, – dagvöruverslun lagðist af,
Upptökur á Fortitude að hefjast í Reyðarfirði
Tökur á bresk-bandarísku sjónvarpsseríunni Fortitude, eru að hefjast í Reyðarfirði á næstunni. Verkefnið er sagt stórt í sniðum og áætlað