Miðstýrð hátíðarhöld í Fjarðabyggð

Umræða bæjarstjórnar um tilhögun hátíðarhalda í sameinuðum byggðarkjörnum, sem í dag nefnast Fjarðabyggð, er komin út í hörgul þegar farið er að tala um hver af byggðarkjörnunum eigi að halda 17. júní og sjómannadaginn hverju sinni.
Fyrir nokkum árum var sjómannadagurinn glæsilega haldinn hér á Fáskrúðsfirði. Ljósafellið og Hoffellið sigldu um fjörðinn með íbúa og þá sem vildu vera með, ásamt því að eigendur smábáta buðu fjölskyldu sinni og vinum í skemmtisiglingu um fjörðinn fagra. Úr varð tilkomumikil skrautsigling þar sem samhyggð og ánægja ríkti. – Svo virðist sem þessi skemmtun tilheyri fornum gildum. – Að mínu mati eiga forráðamenn Fjarðabyggðar að gæta hófs í stjórnsýslu og virða hefðir sem fyrir eru á hverjum stað.
Tengdar greinar
Brenglað verðmætamat í hnotskurn
Gárungar segja innanríkisráðuneytinu hafa borist bréf frá norskum stjórnvöldum, sem í lauslegri þýðingu hljóðar einhvern veginn þannig: Kæru íslendingar, við
Biðlistar eftir aðgerðum – Fyrirspurn Guðmundar Inga Kristinssonar Flokki fólksins
“Virðulegi forseti. Ég ætla að beina fyrirspurn til hæstv. heilbrigðisráðherra um biðlista. Ástæða þess að ég spyr um þetta núna
Jákvæðni
Nöldur og úrtölur draga úr sköpun og vinnugleði. Einblínum ekki á það sem aflaga fer. Hrósum því sem betur fer.