Miðstýrð hátíðarhöld í Fjarðabyggð

Umræða bæjarstjórnar um tilhögun hátíðarhalda í sameinuðum byggðarkjörnum, sem í dag nefnast Fjarðabyggð, er komin út í hörgul þegar farið er að tala um hver af byggðarkjörnunum eigi að halda 17. júní og sjómannadaginn hverju sinni.
Fyrir nokkum árum var sjómannadagurinn glæsilega haldinn hér á Fáskrúðsfirði. Ljósafellið og Hoffellið sigldu um fjörðinn með íbúa og þá sem vildu vera með, ásamt því að eigendur smábáta buðu fjölskyldu sinni og vinum í skemmtisiglingu um fjörðinn fagra. Úr varð tilkomumikil skrautsigling þar sem samhyggð og ánægja ríkti. – Svo virðist sem þessi skemmtun tilheyri fornum gildum. – Að mínu mati eiga forráðamenn Fjarðabyggðar að gæta hófs í stjórnsýslu og virða hefðir sem fyrir eru á hverjum stað.
Tengdar greinar
Rafbílar er framtíðin
Það er óskiljanlegt að ekki skuli hafin stórfelld rafbílavæðing hérlendis. – Hér fæst ódýrt rafmagn og fyrirséð er að milljarðar
Mælt og pælt – Tímaeyðsla
Sum fyrirtæki sem þjónusta landsbyggðina í gegnum síma mættu sýna meiri nákvæmni í sölumálum. Hér um daginn vantaði okkur hráefnis
Hörð ádeila á stjórnvöld sem svíkja öll loforð
Í texta með spilinu segir: Enginn vill spila Skerðingu – ömurlegt spil fyrir alla fjölskylduna þar sem fólk festist í