Mikið grín! – Leiðrétting á forsendubresti

Ágætur maður af landsbyggðinni sýndi mér afborgunarseðilinn sinn frá íbúðalánasjóði. Hann keypti ásamt eiginkonu, húsnæði um mitt ár 2007 og fengu þau að því tilefni lán að upphæð 9.630.000 krónur. Uppreiknað í dag er lánið í 15.038.435 krónum.
Þau hafa greitt allar afborganir samviskusamlega til dagsins í dag, eða í 88 skipti, lauslega reiknað hafa þau greitt 6.000.000 krónur inn á lánið.
Ætli þau að greiða lánið sitt upp í dag, þurfa þau að greiða, auk áður greiddra 6 milljóna króna, tæpar 14 milljónir, eða samtals 20 milljónir. Að auki hafa þau tapað útborgunarfé sínu upp á 2,5 milljónir í hítina.
Maðurinn segir þau hjón fá leiðréttingu upp á 1.350,000 krónur vegna forsendubrests. Hann segir engar hækkanir á húsnæðisverði til staðar á landsbyggðinni, þar sem hann býr. Forsendubresturinn sé því viðvarandi og lítt bættur hvað þau varðar. Selji þau í dag, þurfi þau að greiða minnst 3 milljónir úr eigin vasa til að sleppa frá láninu sem hvílir á eigninni.
Tengdar greinar
Fjölskyldustefna Fjarðabyggðar
Ekki er að efa að íbúar Fjarðabyggðar koma til með að fagna nýrri fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar. í henni verður væntanlega fastmælum
Sérkennileg viðhorf til viðskiptavinarins
Það er engu líkara en sum fyrirtæki í verslun og þjónust haldi að þau séu til staðar af greiðasemi við
Neftóbakshækkun =Vísitöluhækkun
Verð á íslensku neftóbaki hefur hækkað um 460% á sl. tíu árum. Það hækkaði um 70% í fyrra og svo