Mótmæli gegn niðurskurði heilsugæslu á Fáskrúðsfirði

Á 366. fundi bæjarráðs þann 3. desember sl. var lagt fram “bréf Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga frá 25.nóvember þar sem mótmælt er niðurskurði í heilsugæslu á Fáskrúðsfirði á síðustu misserum. Bæjarráð tekur heilshugar undir áhyggjur sem koma fram í bréfi um niðurskurð á heilsugæslu.” Sjá vefsvæði Fjarðabyggðar. – Slóð á fundargerð finnst ekki lengur.
Viðbót:
Nú, þegar flest öll þjónusta; banki, apótek, læknavakt og alvöru pósthús er ekki lengur til staðar á Fáskrúðsfirði, er orðið dýrt að búa hér. Ferðast þarf um langan veg á milli fjarða og upp á hérað til að nálgast hin ómerkilegustu aðföng, svo sem pensil, nagla eða skrúfu, svo dæmi séu nefnd. – Þegar öll þjónusta og verslun er farin, má segja að það sé einungis á færi stórefnafólks að búa á slíkum stað.
Tengdar greinar
“Best fyrir” stimplun matvöru – framhald
Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands, er versluninni Samkaup Strax á Fáskrúðsfirði, leyfilegt að selja rúsínupakka sem er kominn 9 mánuði
Ég er ölmusumaður og aumingi
Hann kemur gangandi niður götuna og staldrar við hjá mér, þar sem ég er að dytta að bílnum mínum. Við
Pétursnefndin alræmda
Pétursnefndin, kennd við þingmanninn Pétur H. Blöndal, er komin undan feldi og standa vonir til að hagur krabbameinssjúklinga fari að