Músagildrukúrinn slær í gegn

Við höfum verið að skoða matarkúra að undanförnu. Fátt nýtt hefur komið fram síðan Adkins kúrinn var uppá sitt besta. – Þó vakti athygli nýr matarkúr, sem höfðar til skynsemi og gáfnafars þátttakenda. Þetta er músagildrukúrinn svokallaði. Hann gengur útá að leyfa sér að borða það sem er skaðlaust heilsu og holdafari.
Margir þekkja atferli sumra offitusjúklinga að læðast í ísskápinn að nóttu og fá sér bita. Þarna hefur músagildrukúrinn komið sterkt inn. Maki, sem er venjulega í værum svefni um hánótt, á bágt með að vakta ísskápinn og nánasta umhverfi hans, þegar offitusjúklingingurinn fer á stjá í leit að æti.
Í leiðavísi með gildrunni segir: Húsfreyja eða eftir atvikum, húsbóndi egni þar til gerða gildru, (Sjá mynd, fæst sennilega hjá Ikea), með því að hlaða kræsingum á pallinn fremst á gildrunni, og þar fyrir framan og næst agninu, er hafður þægilegur stól, svo viðkomandi geti fengið sér sæti.
Viðmælendur okkar létu almennt vel að kúrnum, sumir kvörtuðu þó yfir eymslum í hálsi.
Tengdar greinar
Starfsmenn Fjarðabyggðar fá frí fargjöld til og frá vinnu
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að sveitarfélagið muni greiða fyrir afnot starfsmanna Fjarðabyggðar með skipulögðum samgöngum SvAust, vegna ferða til og
Listi yfir þá sem höfnuðu afturvirkum hækkunum til öryrkja og aldraðra
-Þeir sömu þáðu svo afturvirkar hækkanir upp á hundruði þúsunda til þingmanna og ráðherra.
Lánareiknir – Skuldaleiðrétting húsnæðislána
Hér er vefsíða, þar sem skoða má hverra leiðréttinga má vænta til lækkunnar á verðtryggðu húsnæðislánunum. Sjá: Lánareiknir.