Myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar er lokið

Fjarðalistinn og Framsókn og óháðir í Fjarðabyggð hafa náð saman um málefnasamning um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fyrir komandi kjörtímabil. Samningurinn verður kynntur fyrir félögum framboðanna og verður undirritaður fyrir fyrsta fund nýrrar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, þann 11. júní nk. Mun Eydís Ásbjörnsdóttir, oddviti Fjarðalistans, verða formaður bæjarráðs og Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknar og óháðra, verða forseti bæjarstjórnar.
Flokkarnir hafa sammælst um að staða bæjarstjóra Fjarðabyggðar verði auglýst og að þeir standi saman að ráðningu hans.
Jafnrétti og jöfnuður verður grundvöllur samstarfs flokkanna. Allar ákvarðanir verða teknar með hliðsjón af hagsmunum íbúa og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
Úrslit kosninga
Fjarðalistinn – 783 atkvæði – 34,1% – 4 bæjarfulltrúar
Framsókn og óháðir – 542 atkvæði – 23,6% – 2 bæjarfulltrúar
Miðflokkurinn – 386 atkvæði – 16,8% – 1 bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokkurinn – 586 atkvæði – 25,5% – 2 bæjarfulltrúar
Tengdar greinar
Vetrarríki – Yrkisefni listamanns
Íslenskt skammdegi er yrkisefni málarans sem málaði þessa mynd. Myndlistamaðurinn Frank Joseph Ponzi fæddist í New-Castle í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum
Leiðrétting – Viðskiptanetið
Okkur hefur borist leiðrétting frá forsvarsmanni Viðskiptanetsins, Jónasi Guðmundssyni. Missagt var í eldri grein okkar; “Er Viðskiptanetið að geispa golunni?”
Þessi höfnuðu kjarabótum til aldraðra og öryrkja
Myndin er fengin af Facebook. Á henni má líta þá þingmenn og ráðherra sem höfnuðu að öryrkjar og aldraðir fengju