Myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar er lokið

Fjarðalistinn og Framsókn og óháðir í Fjarðabyggð hafa náð saman um málefnasamning um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fyrir komandi kjörtímabil. Samningurinn verður kynntur fyrir félögum framboðanna og verður undirritaður fyrir fyrsta fund nýrrar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, þann 11. júní nk. Mun Eydís Ásbjörnsdóttir, oddviti Fjarðalistans, verða formaður bæjarráðs og Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknar og óháðra, verða forseti bæjarstjórnar.
Flokkarnir hafa sammælst um að staða bæjarstjóra Fjarðabyggðar verði auglýst og að þeir standi saman að ráðningu hans.
Jafnrétti og jöfnuður verður grundvöllur samstarfs flokkanna. Allar ákvarðanir verða teknar með hliðsjón af hagsmunum íbúa og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
Úrslit kosninga
Fjarðalistinn – 783 atkvæði – 34,1% – 4 bæjarfulltrúar
Framsókn og óháðir – 542 atkvæði – 23,6% – 2 bæjarfulltrúar
Miðflokkurinn – 386 atkvæði – 16,8% – 1 bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokkurinn – 586 atkvæði – 25,5% – 2 bæjarfulltrúar
Tengdar greinar
Glæsileg kona við fallega styttu
Arndís stendur við höggmynd sem er fyrir framan Teatro Guimera leikhúsið í Santa Cruz, Tenerife. – Myndin er eftir Igor
Fátækt á Íslandi – Umræða á Alþingi
Alla umræðuna má sjá á Video hér fyrir neðan. Upphafsræða Ingu Sæland 1. flutningsmanns: “Virðulegi forseti. Sú umræða sem ég
Krónan á Reyðarfirði
Við förum reglulega í Krónuna þegar kemur að því að fylla á ísskápinn. – Prýðis verslun með gott vöruval og