N1 – Gírugt fyrirtæki á eldsneytismarkaði


Þegar fylgst er með eldsneytisverði á vefsíðu http://www.gsmbensin.is/gsmbensin_web.php?region=city — GSM bensín, kemur í ljós að N1 er með hæsta eldsneytisverð á landsvísu.
Orkan, ÓB og Atlantsolía eru að öllu jöfnu með lægsta eldsneytisverðið á höfuðborgarsvæðinu, innan við 189 krónur á lítra fyrir bensín og díselolíu. – N1 er dýrast, ríflega 215 krónur dísel og tæplega 219 krónur fyrir bensínlíterinn.
Á landsbyggðinni er Orkan og Atlandsolía jafnan með lægstu verðin, 207 krónur fyrir díselolíu og tæpar 212 krónur fyrir bensín. Á austurlandi er N1 dýrast, ríflega 215 krónur fyrir lítraverð af dísel og tæplega 219 krónur líterinn af bensíni.
Flest eiga félögin það sammerkt að þau bjóða lægstu verðin í einstökum þéttbýliskjörnum, en okra á stöðum þar sem færri búa, sé austurland skoðað, er mun ódýrara að versla eldsneyti á Egilsstöðum en á Reyðarfirði og eða Neskaupstað.
Tengdar greinar
Byggjum saman – nýtt fyrirtæki á Reyðarfirði
Þeir austfirðingar sem harma að Byko og Húsasmiðjan eru farin frá Fjarðabyggð, gætu huggað sig við tilurð nýs fyrirtækis sem
Frekjuakstur flutningabílstjóra um þjóðvegi landsins
Ökumaður jeppabifreiðar greinir frá ferðalagi sínu um þjóðvegi landsins: Á leið minni austur á firði um suður- og austurland síðast
Samgönguáætlun 2017 til umfjöllunar í bæjarráði Fjarðabyggðar
“Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ályktað og harmar og lýsir yfir miklum áhyggjum af ófjármagnaðri samgöngu-áætlun Alþingis. Fyrst og fremst þarf að