N1 – Gírugt fyrirtæki á eldsneytismarkaði


Þegar fylgst er með eldsneytisverði á vefsíðu http://www.gsmbensin.is/gsmbensin_web.php?region=city — GSM bensín, kemur í ljós að N1 er með hæsta eldsneytisverð á landsvísu.
Orkan, ÓB og Atlantsolía eru að öllu jöfnu með lægsta eldsneytisverðið á höfuðborgarsvæðinu, innan við 189 krónur á lítra fyrir bensín og díselolíu. – N1 er dýrast, ríflega 215 krónur dísel og tæplega 219 krónur fyrir bensínlíterinn.
Á landsbyggðinni er Orkan og Atlandsolía jafnan með lægstu verðin, 207 krónur fyrir díselolíu og tæpar 212 krónur fyrir bensín. Á austurlandi er N1 dýrast, ríflega 215 krónur fyrir lítraverð af dísel og tæplega 219 krónur líterinn af bensíni.
Flest eiga félögin það sammerkt að þau bjóða lægstu verðin í einstökum þéttbýliskjörnum, en okra á stöðum þar sem færri búa, sé austurland skoðað, er mun ódýrara að versla eldsneyti á Egilsstöðum en á Reyðarfirði og eða Neskaupstað.
Tengdar greinar
Verðtryggt lán / ólán – Pæling
Það að ræða við fólk sem maður hittir á förnum degi er oft á tíðum fræðandi. – Hér um daginn
Hestamenn í Fáskrúðsfirði ánægðir með framkvæmdir
Að undanförnu hefur mátt sjá stóra vörubíla og vinnuvélar á ferð í hesthúsahverfinu í Fáskrúðsfirði. Fullhlaðnir bílar með grús og
Brenglað verðmætamat í hnotskurn
Gárungar segja innanríkisráðuneytinu hafa borist bréf frá norskum stjórnvöldum, sem í lauslegri þýðingu hljóðar einhvern veginn þannig: Kæru íslendingar, við