Nánast óbyggilegt á landsbygðinni vegna okurfyrirtækja

Það er borðleggjandi að fljúga má til og frá íslandi fyrir þá upphæð sem fólki á landsbyggðinni er gert að greiða fyrir fargjald aðra leið til Reykjavíkur. Pakkaflutningar, hvort sem þeir fara með Póstinum, Landflutningum eða Flytjanda, kosta að öllu jöfnu, margfallt það sem kostar undir sambærilegar sendingar þótt þær komi alla leið frá Kína.
Á vefsvæðinu; Dýrt innanlandsflug, þín upplifun segir Ásta “Ég neyddist suður a manudagskvold til læknis. Þar sem eg vissi ekki hversu lengi eg yrði þa tók eg strákana mina med, 3 og 5 ara. 32.000 kr. Sem betur fer þurfti eg ekki að leggjast undir hnifinn og gat farið heim. Eg gat keypt flug a þriðjudeginum fyrir okkur öll heim a þriðjudeginum a ca 45.000. 25 þus a miðvikudeginum sem eg valdi. I heildina kostaði þessi læknisheimsókn mig ca 60.000 fyrir utan læknakostnað og vinnutap.
Ef ekki væri fyrir Netgiro hefði eg þurft að betla lan fyrir miðunum þvi að ég átti ekki til þessar upphæðir til i lok mánaðarins enda er ein með tvo gorma og vinn láglauna 8-4 vinnu. Og takk mamma min fyrir að búa fyrir sunnan og eiga uppblásna dýnu handa okkur svo eg þurfi ekki að leigja mer húsnæði ofan a allt
I heildina hef eg siðan i desember eytt ca 180.000kr i 3 flug handa okkur fjölskyldunni til Reykjavikur i þeim eina tilgangi að sækja nauðsynlega læknaþjonustu. flugið fyrir 3 ara strakinn minn verður ekki endurgreitt af SI vegna fáránlegra ástæðna sem eg nenni ekki að fara útí nuna. Núna bið eg eftir simtali til að fara með hann aftur suður i nanari skoðun og rannsóknir og eg býst við þvi að borga aftur amk. 60.000 þa fyrir okkur þrjú, an nokkurrar endurgreiðslu
Þa verð eg buin að greiða hátt í 250.000 kr i flugkostnað til Reykjavikur til þess eins að sækja nauðsynlega læknaþjonustu sem er ekki i boði her fyrir austan.
Eg vona innilega að pappakassarnir sem eru við stjórnvöllinn girði upp um sig brokina og fari að lækka ferðakostnað fyrir landsmenn. Þetta er ekki boðlegt. Eg kem að sunnan og hef engan ahuga a þvi að flytja þangað aftur en eg og strakarnir minir höfum búið hér fyrir austan i bráðum 2 ar. En þegar ég er vön þvi að hafa gott aðgengi að ágætri og skjótri læknisþjónustu fyrir börnin min fyrir sunnan þa er eg núna blússandi reið yfir þessarri framkomu og mismunun sem viðgengst við landsmenn a landsbyggðinni. Eg a ekki að þurfa að að hafa áhyggjur af þvi hvort eg eigi fyrir þessu eða hinu bara af þvi að eg skrapp með barnið til læknis.
Auðvitað fer eg með barnið mitt til allra þeirra lækna sem það þarf og i þær rannsoknir en eg veit að þegar eg kem heim þarf eg að biðja um aukavinnu til að geta unnið upp vinnutapið þar sem eg missti daga ur vinnu og þurfti að greiða morðfjar i flug
Og vonandi að Fjarðarheiðin verði opin svo eg verði ekki strandaglopur a EGS og missi enn meir ur vinnu. Nema eg væri herna megin við heiðina og myndi missa af vélinni þvi að heiðin væri lokuð og þá er þvi enginn skilningur sýndur og eg sæti uppi með kostnaðinn….”
Á sama vef segir Hafþór: “Jæja gott fólk, loksins er farið að heyrast meira í fjölmiðlum um óánægju landsmanna um þetta glæpafyrirtæki, sem við neyðumst til að versla við. Því vil ég forvitnast því nú styttist í sveitastjórnakosningar 2018, og ætla ég rétt að vona að eitthvað heyrist frá þessu fólki sem fer í framboð fyrir sína lista og vil ég athuga hvort einhverjir hafa heyrt um að fólk sé að ræða þetta sín á milli í þessum bransa. Ekki það ég hafi mikinn áhuga á pólitík en finnst þetta ansi brýnt baráttu mál fyrir okkur, þá sérstaklega landsbyggðarfólk, sem þarf að sækja þjónustu og annað til Reykjavíkur. Og einnig vil ég hvetja til þegar við setjum eitthvað hér inn um verð og ömurlega þjónustu hjá þessu einokunar fyrirtæki þá endilega tagga þá í pósti og afrita statusinn og setja hann á fésbókarsíðu hjá þeim, um að gera að fylla síðuna hjá þeim af þessum staðreyndum að #airicelandconnect eru einfaldlega að ræna fólk!”
Við hér á aust.is tökum heilshugar undir með þeim sem gagnrýna einokunarfyrirtæki sem eru gjörsamlega úr takti við fólkið í landinu og skorum á sveitarstjórnamenn í aðdraganda kosninga að huga minna að sameiningum sveitarfélaga en einhenda sér í að finna hagstæðari lausnir fyrir þá sem skrimta við afarkosti á landsbyggðinni.
Tengdar greinar
Ótrúlegt verð á gosdrykkjum
Hálfur líter af Coca Cola kostar 259 krónur á afgreiðslustöð N1 á Egilsstöðum. Ef keyptar eru tvær flöskur, 1 líter,
Miðstýrð hátíðarhöld í Fjarðabyggð
Umræða bæjarstjórnar um tilhögun hátíðarhalda í sameinuðum byggðarkjörnum, sem í dag nefnast Fjarðabyggð, er komin út í hörgul þegar farið
Stjórnmálamenn á skólabekk
Mér er eiginlega slétt sama hver eða hverjir stjórna landinu, ef það er gert af sanngirni og drengskap. Stjórnmálamenn séu