Náttúrupassinn í víðara samhengi

Ríkisstjórnin kýs að líta framhjá þeirri staðreynd að ferðamannaiðnaðurinn er tekjuhæsta útflutningsgreinin okkar í dag, með 275 milljarða árstekjur og á að vera fullkomlega í stakk búin að kosta eigin uppbyggingu á öllum sviðum.
Enn í stað þess að hefjast handa við að skapa greininni viðeigandi aðstæður af virðisaukatekjum, hannar ríkisstjórnin hallærislega orðræðu þess efnis að bregðast þurfi við ástandinu áður enn allt fari í kalda kol á viðkvæmum svæðum. – Plottið er að svæla skattpínda þegna til að kaupa náttúrupassa, svo leysa megi vandamálið.
Fyrirtækin í greininni skulu sleppa við uppbyggingu á ferðamannastöðunum. Ríkissjóður hirðir virðisaukann án þess að skila viðhalds- og uppbyggingarkostnaði inn í greinina en þau Jón og Gunna skulu hlaupa undir bagga, eða að öðrum kosti, sjá landið troðast í svaðið af erlendum ferðamönnum.
Tengdar greinar
Hestamenn óhressir í Fjarðabyggð
Nú þegar skammdegið brestur á og skammt er í að hestamenn taki hross sín á hús, er vert að fara
Endurbætur á hesthúsi
Föstudagur og laugardagur voru notadrjúgir við smíðar og skipta um járn á suðurhlið hesthússins.
Hesthúsahverfið á Fáskrúðsfirði fær lýsingu
Nú í haust hefur verið unnið að uppsetningu og tengingu ljósastaura við Goðatún. En Goðatún er aðalgatan í hesthúsahverfinu okkar