Náttúrupassinn í víðara samhengi

Ríkisstjórnin kýs að líta framhjá þeirri staðreynd að ferðamannaiðnaðurinn er tekjuhæsta útflutningsgreinin okkar í dag, með 275 milljarða árstekjur og á að vera fullkomlega í stakk búin að kosta eigin uppbyggingu á öllum sviðum.
Enn í stað þess að hefjast handa við að skapa greininni viðeigandi aðstæður af virðisaukatekjum, hannar ríkisstjórnin hallærislega orðræðu þess efnis að bregðast þurfi við ástandinu áður enn allt fari í kalda kol á viðkvæmum svæðum. – Plottið er að svæla skattpínda þegna til að kaupa náttúrupassa, svo leysa megi vandamálið.
Fyrirtækin í greininni skulu sleppa við uppbyggingu á ferðamannastöðunum. Ríkissjóður hirðir virðisaukann án þess að skila viðhalds- og uppbyggingarkostnaði inn í greinina en þau Jón og Gunna skulu hlaupa undir bagga, eða að öðrum kosti, sjá landið troðast í svaðið af erlendum ferðamönnum.
Tengdar greinar
Slæm þróun í viðskiptum – Er heimabankakerfið að syngja sitt síðasta
Eitt af stærstu fyrirtækjum landsins og jafnframt eitt af olíufélögunum, sendir reikninga með eindaga síðasta dag hvers mánaðar inn í
Hestur sem opnar allar hurðir, myndband
Við rákumst á þetta frábæra myndband á YouTube – Hesturinn er ótrúlega snjall.
Malbikun við höfnina á Fáskrúðsfirði
Framkvæmdum við smábátahöfnina fleygir fram. Fjöldi manns að störfum. Myndir teknar á tveim dögum sýna að senn verður snyrtilegt hafnarsvæði