Nýr fundur Fjarðabyggðar með hestamönnum

Ráðamenn Fjarðabyggðar hafa boðað hestamenn á fund um tilhögun beitarmála í kvöld kl. 20:00 og verður hann haldinn í Molanum, Reyðarfirði. – Fundurinn er í beinu framhaldi af fjölmennum fundi hestamanna með ráðamönnum þann 2. febrúar síðast liðinum. Á þeim fundi voru hestamenn á eitt sáttir með ágæti þess að kortleggja beitaraðstöðu og reiðvegi innan bæjarfélagsins en gagnrýndu harðlega fyrirhugaða gjaldtöku fyrir beitarafnot í nærumhverfi hesthúsa sinna og jafnframt sláandi aðstöðumun hinna ýmsu íþrótta- og tómstundagreina innan bæjarfélagsins. – Vonandi mæta sem flestir á fundinn sem var boðaður í hálfgerðu skötulíki, -án auglýsingar og eiginlegs fyrirvara.
Tengdar greinar
Flóttafólk boðið velkomið
Mánudaginn 12. mars buðu bæjarráð og bæjarstjóri Fjarðabyggðar til móttöku í Safnahúsinu í Neskaupstað til að taka á móti flóttafólki
Kæru eldri borgarar!
Nú, þegar við hjónin erum komin á aldur, orðin löggiltir eldri borgarar samkvæmt skilgreiningu opinberrar stjórnsýslu. Ber það við að
Sérkennileg auglýsing
Auglýsing á vefsvæðunum Austurbrú og Fjarðabyggðar vekur athygli. – En þar er auglýst eftir tillögum að merki (logo) og nýju