Nýr fundur Fjarðabyggðar með hestamönnum

Ráðamenn Fjarðabyggðar hafa boðað hestamenn á fund um tilhögun beitarmála í kvöld kl. 20:00 og verður hann haldinn í Molanum, Reyðarfirði. – Fundurinn er í beinu framhaldi af fjölmennum fundi hestamanna með ráðamönnum þann 2. febrúar síðast liðinum. Á þeim fundi voru hestamenn á eitt sáttir með ágæti þess að kortleggja beitaraðstöðu og reiðvegi innan bæjarfélagsins en gagnrýndu harðlega fyrirhugaða gjaldtöku fyrir beitarafnot í nærumhverfi hesthúsa sinna og jafnframt sláandi aðstöðumun hinna ýmsu íþrótta- og tómstundagreina innan bæjarfélagsins. – Vonandi mæta sem flestir á fundinn sem var boðaður í hálfgerðu skötulíki, -án auglýsingar og eiginlegs fyrirvara.
Tengdar greinar
Miðstjórn ASÍ ályktar um ummæli fjármálaráðherra
„Miðstjórn ASÍ fordæmir að fjármálaráðherra velji að beita hótunum í stað lausna ef umsamdar kjarabætur verkafólks verði honum ekki að
Kolófært frá Austfjörðum til Akureyrar
Jökuldalur, Möðrudals- og Mývatnsöræfi eru ófær með öllu. Meðfylgjandi myndir eru ca. 10 daga gamlar. Þegar þetta er skrifað hefur
Fallegur hestur – myndband
Þessi fagri gæðagripur var í óskilum á Facebook í morgun. 🙂