Óánægja með húsnæðiskost félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð

by Arndís / Gunnar | 30/01/2019 09:07

Á fundi Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar þann 28.janúar sl. Var athygli fundarmanna vakin á slæmum húsnæðiskosti félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð. Á fundi kom fram að Ungmennaráð Fjarðabyggðar hafi ítrekað vakið athygli á þessu sama málefni. – Þá var einnig vakin athygli á ástandi sundlaugar Fáskrúðsfjarðar.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fól sviðstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir fundinn að nýju.

Source URL: https://aust.is/oanaegja-med-husnaediskost-felagsmidstodva-i-fjardabyggd/