Okrað á bryggjugjöldum í Fjarðabyggð

Okrað á bryggjugjöldum í Fjarðabyggð
Bátar við bryggju í Fáskrúðsfirði

Það er aum staða fyrir eldri borgara sem eiga smátrillur í Fjarðabyggð að vera kúgaðir til að greiða himinhá gjöld/skatta ef þeir vilja hafa trilluhornin sín til afnota hér á fjörðunum. – Gjöld/skattar eru upp á annað hundrað þúsund á ári. – Þeir sem finna sárast fyrir reikningunum eru eldri borgjarar sem vilja njóta þess að sigla bátum sínum og jafnframt njóta útiveru í frísku sjávarlofti með fjölskyldu og vinum.

Fyrirspurnum mínum um forsendur reikninga bæjarfélagsins fyrir bryggju aðstöðu og hvaða kostnaður liggi þar að baki, er gjarnan svarað með útúrsnúningum og vísað til verðskrár bæjarfélagsins, sem er auðvitað ekkert svar – Fróður maður sagði mér að okrið helgist af aðstöðu, eftirliti og verndun bátanna, -en það heldur ekki vatni. Bátur var leystir frá bryggju hér í Fáskrúðsfirði á síðastliðnu sumri og rak hann upp í fjöru án vitundar eftirlitsaðila. – Í ljós kom að eftirlismyndavél við bryggju, sem hæglega hefði komið upp um hver var að verki, var með öllu óvirk, og hafði verið lengi.

Víða um land er trillueigendum boðið að hafa báta sína á bóli fyrir sanngjarnt verð, þá geta bátseigendur sett upp bauju við akkeri skammt frá landi og dregið þá að landi þegar þeir hyggjast skreppa í skemmtisiglingu. Slíkt er ekki í boði í Fjarðabyggð. – Spurning hvort bæjarfélagið geti komið upp slíkri aðstöðu fyrir þá sem þess óska, og eða lækkað óhófleg bryggjugjöld á þessa sömu aðila.


Tengdar greinar

Skemmtileg myndbönd af páfagaukum

Páfagaukur matar hund í mesta bróðerni Páfagaukur sem elskar Elvis Presley

Eru samningsaðilar að semja um verðtryggð laun?

Það er auðvitað fáránlegt og nánast tilgangslaust að semja um óverðtryggð launakjör við þær aðstæður að húsnæðislán eru verðtryggð, ásamt

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.