Okur í vöruflutningum – Kannaðu verð og leitaðu tilboða

Okur í vöruflutningum – Kannaðu verð og leitaðu tilboða

Nú þegar verslun er hægt og bítandi að færast úr landi vegna óhagstæðs verðlags í íslenskum verslunum, getur borgað sig að leita tilboða í vöruflutninga frá útlöndum jafnt og innanlands. – Flutningafyrirtækin keppast um stóra viðskiptavini og veita þeim vildar kjör og ríflega afslætti. Fyrirséð er að sú tilhögun kemur niður á kjörum þeirra sem versla minna við þessi sömu fyrirtæki. – En þú nærð ekki viðunandi góðum kjörum nema leita tilboða, -þeir fiska sem róa!

Skoðaðu alla möguleika

Nýlega hafði ég samband við flutningafyrirtæki og bað um tilboð í frakt frá Bretlandi til Íslands. Vöruna skyldi sækja til seljanda og koma henni að skipshlið. Fyrir þann flutning innan Bretlands, vildi flutningafyrirtækið fá ríflega 33 þúsund krónur. – Sölumaður samþykkti að þessi kostnaður félli niður, ef seljandi ytra fengist til að koma vörunni að skipshlið. Sá vildi taka 15 pund fyrir, eða sem svarar 2.000 ísl. krónum. Því boði var tekið. – Með þessu tókst að lækkaði sendingarkostnað um ríflega 31 þúsund krónur, auk afleiðandi 7.500 króna, sem hefðu reiknast ofan á flutningsverð vörunnar sem virðisaukaskattur.

Kostnaður við tollskýrslugerð hefur hingað til þótt hógvær, frá núll krónum upp í ca, hámark 2.500 krónur. Í þessu tilfelli sást undirrituðum ekki fyrir með að óska eftir tilboði í þann lið innflutningsins og var rukkaður um ríflega 8 þúsund krónur fyrir ómakið. – Þegar kváð var, og kvartað yfir okri. Sagði flutningsaðili að um grunngjald væri að ræða fyrir tollskýrslugerð. – G.Geir


Tengdar greinar

Grútarmengun í Fáskrúðsfirði

Það skyggði á veðurblíðuna í dag að þykkt grútarlag mengaði sjó og fjöruborð í firðinum fagra. Smábátahöfnin fór ekki varhluta

Jákvætt að banna gömlu glóperuna

Talið er að reglugerð ESB er varðar bann við notkun á glóperum, sem ljósgjafa í híbýlum, muni spara allt að

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.