Olía fór í sjóinn í Fáskrúðsfirði

Olía fór í sjóinn í Fáskrúðsfirði

Greina mátti olíubrák á steinum í fjöruborði í dag. Mynd tekin skammt frá smábátahöfninni, sem er í ríflega 1,5 kílómeters fjarlægð frá þeim stað sem olían fór í sjóinn. Smellið á mynd til að stækka.

Um klukkan 18:00 í gærkvöldi gerðist Það óhapp að 1500-2000 lítrar af olíu fóru í sjóinn þegar verið var að dæla henni um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80 – Starfsmaður fann óvenjumikla lykt og stöðvaði við það dælingu.

Í tilkynningu frá Skeljungi kom fram að teljari í olíudæluskúr hafi gefið sig og olía tekið að spýtast út í höfnina. Að sögn Hendrik Egholm, forstjóra Skeljungs hófst hreinsun fljótlega eftir að olía hóf að leka út í sjó og lauk því um klukkan þrjú í nótt. Þá hafi öll olía verið hreinsuð upp.

Forstjórinn lætur líta út sem fyrirtækið hafi verið með olíumengunina undir kontról allan tímann, en svo var ekki. Undirritaður var á ferðinni tæplega tveim tímum eftir atvikið, þá var búið að einangra smá blett neðan við frystihús staðarins með flotgirðingu, en út á firði mátti sjá stóra flekki sem liðuðust um fjörðinn. Það eru hreinar ýkjur að olífélaginu og starfsmönnum þess hafi tekist að hreinsa upp alla olíu, eins og segir í fréttatilkynningu félagsins. – G. Geir


Tengdar greinar

Göngu- og reiðleiðir um Kirkjubólsland í Fáskrúðsfirði

Á síðast liðnu ári hugkvæmdist forráðamönnum bæjarfélagsins að lagfæra og jafna göngustíga í Kirkjubólslandi með því að keyra eitthvert undratæki

Gengið jafnar sig eftir uppsveiflu

Þau tíðindi berast frá norskri ferðaskrifstofu að ferðamenn afbóki íslandsferðir sem aldrei fyrr vegna hækkaðs gengis krónunnar. Þar með er

Er krónan að þjóna íslendingum eða er hún handbendi fjármagnseigenda?

Sumir telja erfiða daga krónunnar Wow Air að kenna.  Þar er innanbúðar fjárfestir með lítið eigið fé að berjast við

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.