Olía fór í sjóinn í Fáskrúðsfirði


Greina mátti olíubrák á steinum í fjöruborði í dag. Mynd tekin skammt frá smábátahöfninni, sem er í ríflega 1,5 kílómeters fjarlægð frá þeim stað sem olían fór í sjóinn. Smellið á mynd til að stækka.
Í tilkynningu frá Skeljungi kom fram að teljari í olíudæluskúr hafi gefið sig og olía tekið að spýtast út í höfnina. Að sögn Hendrik Egholm, forstjóra Skeljungs hófst hreinsun fljótlega eftir að olía hóf að leka út í sjó og lauk því um klukkan þrjú í nótt. Þá hafi öll olía verið hreinsuð upp.
Forstjórinn lætur líta út sem fyrirtækið hafi verið með olíumengunina undir kontról allan tímann, en svo var ekki. Undirritaður var á ferðinni tæplega tveim tímum eftir atvikið, þá var búið að einangra smá blett neðan við frystihús staðarins með flotgirðingu, en út á firði mátti sjá stóra flekki sem liðuðust um fjörðinn. Það eru hreinar ýkjur að olífélaginu og starfsmönnum þess hafi tekist að hreinsa upp alla olíu, eins og segir í fréttatilkynningu félagsins. – G. Geir
Tengdar greinar
Kosningadagur í Fjarðabyggð
Þá er komið að því að nýta atkvæðið og kjósa flokk til að fara með stjórn fjarðabyggðar næstu fjögur árin.
Sirkusinn mættur á Austurvöll
Eftir langt og strangt frí er ofursirkus þeirra Kötu Jak. og Bjarna Ben. ásamt sirkusstjóranum og ofurökumanninum Ása Friðriks. mættur
Fáheyrð afstaða formanns hagsmunasamtaka fatlaðra
Formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum, Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn tillögu minnihlutans á Alþingi um að örkyrkjar og aldraðir