Ottar Proppe – Ekki loforð Bjartrar framtíðar, heldur áherslur

Fyrir kosningar: Ottar_Proppe Bjartri framtíð “vill að laun fyrir öryrkja og aldraða dugi til að borga allt sem þarf til að lifa. Bjartri framtíð finnst mjög slæmt að kerfið hjálpi ekki þeim öryrkjum og öldruðum sem hafa það verst, Björt framtíð vill að það sé lagað strax. Björt framtíð vill setja notenda-stýrða persónulega aðstoð (NPA) í lög og bæta við húsnæði fyrir fatlað fólk og passa að þjónusta við fatlað fólk verði góð allsstaðar.- Björt framtíð vill að aldraðir geti fengið meiri þjónustu heim til sín og þurfi þá ekki að flytja strax af heimili sínu til að fá aðstoð. Það er bæði ódýrara og auðveldara. Þá geta þeir sem þurfa mikla aðstoð fengið pláss, til dæmis á hjúkrunarheimilum en ekki á sjúkrahúsi. Það er betra fyrir fólkið og fyrir kerfið.” – Eftir kosningar: Þetta voru ekki loforð Bjartrar framtíðar, heldur kosningaáherslur Lét Ottar Proppe hafa eftir sér í fyrirspurnatíma á alþingi í dag. – Þeir sem ekki vissu að kosningaáherslur eru ekki loforð, heldur bara innihaldslaust orðagjálfur, vita þá betur hér eftir.
Tengdar greinar
Bæjarráð fundar með framkvæmdastjóra Krónunnar í Reyðarfirði
Nýlega fundaði bæjarráð Fjarðabyggðar með Grétu Maríu Grétarsdóttur framkvæmdastjóra Krónunnar. Á þeim fundi var rætt um starfsemi verslunar Krónunnar á
Alvöru húsbíll
Við sáum þennan rómantíska húsbíl á netinu. Það verður að segjast að nútíma húsbílar blikna í samanburðinum. 🙂
Vetrarríki – Yrkisefni listamanns
Íslenskt skammdegi er yrkisefni málarans sem málaði þessa mynd. Myndlistamaðurinn Frank Joseph Ponzi fæddist í New-Castle í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum