Blog
Aftur á forsíðuAðfangadagur jóla 2012
Fremur þungbúið, frostlítið og logn. – Skrapp með myndavélina smá hring um þorpið til að fanga aðfangadag jóla á mynd. 🙂
Lesa áframTryggingar – Gættu að þér, leitaðu tilboða
Tryggingafélagið mitt fékk reisupassann á árinu. Félag þetta er óþreytand við að auglýsa ágæti sitt og leggur áherslu á hversu viðskiptavinir þess séu ánægðir. Við skoðun kom í ljós að ég gat tryggt nánast allar eigur mínar hjá öðru félagi
Lesa áframRáðleggingar til hestamanna um áramót
Dýrahald og flugeldar Um áramót hafa iðulega orðið slys og óhöpp vegna ofsahræðslu dýra við flugelda og hávaðann frá þeim. Ábyrgð þeirra sem skjóta upp flugeldum er mikil, að valda ekki nálægum dýrum ótta og angist og dýraeigendur þurfa að
Lesa áframSérkennileg auglýsing
Auglýsing á vefsvæðunum Austurbrú og Fjarðabyggðar vekur athygli. – En þar er auglýst eftir tillögum að merki (logo) og nýju nafni fyrir almenningssamgöngur á Austurlandi. Um er að ræða samstarfsverkefni allra sveitarfélaga á Austurlandi en unnið er að heildstæðu samgöngukerfi
Lesa áframHvað er hér fyrir mig?
….hugsar ferðamaður á leið sinni um þjóðveginn. Hann er staddur á gatnamótum Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar á leið sinni norður hringveginn með fjölskylduna í bílnum. Hann skoðar skiltið við vegamótin og á því er lítið að græða. – Er boðið upp
Lesa áframJákvæðar hugmyndir í gerjun á Stöðvarfirði
Atvinnustarfsemin hrundi á Stöðvarfirði, tveir togarar voru seldir burt og fiskvinnslan hætti. Íbúum fækkaði um helming, – dagvöruverslun lagðist af, bankanum og pósthúsinu var lokað. Íbúðaverð féll. Nú, mitt í umræðunni um að allt þurfi að sameina í hagræðingarskyni, þar
Lesa áframSameining sveitarfélaga tekur á sig hinar verstu myndir
Búið er að hagræða svo í hinum ýmsu sveitarfélagskjörnum hér á austfjörðum að sumt fólk hyggst skálka hús sín og flytja búferlum. Húseignir fólks eru gerðar verðlausar ef fram heldur sem horfir. Þjónustustig margra bæjarkjarna í sameinaðri Fjarðabyggð er komið
Lesa áframFimm ljósastaurar niður að sorpmóttökunni…….
…En ekki einn einasti ljósastaur er niður að hesthúsahverfinu okkar. – Þeir sem heimsækja sorpmóttökuna fara alla jafnan um í björtu þar sem opnunartímar hennar eru um miðjan dag, en þeir sem gegna hrossum kvölds og morgna ferðast alla jafnan
Lesa áfram“Draugahúsin á Fáskrúðsfirði”
Spurning hvað verður um þessi veglegu glæsihús sem til skamms tíma prýddu miðbæinn en eru í dag tóm eða hálf tóm og bera vitni um breytt viðhorf og horfna tíma. Gamla pósthúsið er að grotna niður af viðhaldsleysi. Verst er
Lesa áframFróðleikur um hesta
“Í dag lifa hestar gjarnan til 25 til 30 ára aldurs. Elsti hesturinn er talinn hafa verið „Old Billy“ sem lifði til 62 ára aldurs. Hesturinn er hóp- og flóttadýr og hefur alla tíð verið veiddur af rándýrum. Eðli hans
Lesa áframJákvæðni
Nöldur og úrtölur draga úr sköpun og vinnugleði. Einblínum ekki á það sem aflaga fer. Hrósum því sem betur fer.
Lesa áframNýr hestur á leiðinni austur
Funi frá Reykjavík er á leiðinni austur og verður um ófyrirsjánlegan tíma í hesthúsi Arndísar og Gunnars í hesthúsahverfinu á Fáskrúðsfirði. Funi sem er 6 vetra var lítillega taminn á fjórða vetri en hefur ekki verið notaður síðan. Hann er
Lesa áframEr sameining sveitarfélaga að ganga upp?
Svo virðist sem ráðamenn bæjarfélaga álíti að með sameiningu megi spara margt fleira en það sem snýr að beinni stjórnsýslu og skrifstofuhaldi. Vel má það vera, en ég álít að fara þurfi með gát. Hefðbundin þjónusta er að hörfa frá
Lesa áframHesthúsahverfið rafvætt
Þegar þetta er skrifað er búið að rafvæða nánast allt hesthúsahverfið okkar. Rafvæðingin varð rándýr aðgerð sem vatt uppá sig heldur betur. Rafveitan innheimti á fjórða hundrað þúsund á hvert hús fyrir lögnum að lóðarmörkum. Síðan bættist við kostnaður við
Lesa áframRaflögnin að hesthúsahverfinu
Nú, nærri mánuði eftir að rörhólkur var lagður undir akveginn í þeim tilgangi að leggja rafmagn að hesthúsahverfi var hafist handa við að grafa rör undir farveg Kirkjubólsár. – Að sögn verktaka var ráðist í þessa sérstöku framkvæmd þar sem
Lesa áframRaflagnir tefjast að hesthúsahverfi
Svo virðist sem lagning og tengingar á nýrri raflögn að og í hesthúsahverfi okkar tefjist um sinn. Stærri og viðarmeiri verkefni eru sögð hafa forgang ásamt því að einstakir verktakar eru í sumarfríum. Hesthúsaeigendum var þó gert að fyrirframgreiða inntökugjöldin
Lesa áframFolald fætt
Þetta fallega folald fæddist í hesthúsahverfinu okkar að morgni föstudags. Eigendur eru að vonum glaðir með að fá glæsilegt merfolald í hópinn. Skrifað af Arndís / Gunnar
Lesa áframHestamennska í firðinum fagra
Hesthúsabyggðin í Fagrafirði skartar sínu fegursta þennan morgun. Sólin skín og spóinn vellur í móa. Hrossin, sem eru stolt eigenda sinna kljást í gerðunum. – Vorið er komið. Hestamaður er að leggja á hestana sína fyrir framan eitt gerðið. Hann
Lesa áfram