Peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Kona um sjötugt gerði sér ferð í bankann sinn til að fá sér debetkort. Henni voru allar bjargir bannaðar, eftir að bankinn hennar ákvað að hafa útibúið í þorpinu, opið, einungis tvisvar í mánuði, tvo tíma í senn.
Málið var auðsótt, en fylla þurfti út nokkur skjöl, og þar á meðal þurfti hún að skrifa undir skjal, þar sém hún með undirskrift sinni, lofaði að fjármagna ekki hryðjuverkasamtök og/eða stunda peningaþvætti.
Gamla konan leit flóttalega í kringum sig og kváði. Var starfsmaður bankans kannski að fara mannavillt. – Eða vissi bankinn að hún hefði þvegið þúsunkall hér um árið, þegar hún gleymdi að athuga í buxnavasa húsbóndans áður en hún skellti þeim í þvottavélina? – Hins vegar hafði hún engan áhuga á stuðningi við hryðjuverkasamtök, enda ellistyrkurinn sú lúsar afmán, að hann dugði ekki einni manneskju til framfærslu, hvað þá annað.
Tengdar greinar
Glerborg sendir meinta skuld til Inkasso
Málið varðar pöntun á rúðugleri frá Glerborg. Glerið var sent, vel innpakkað og afgreitt samkvæmt áætlun. – Þegar að afgreiðslu
Atlantsolía boðar lækkun á bensíni og dísilolíu í dag 1. maí
Atlantsolía afnemur allar tryggðaráskriftir og bestu vina afslætti og boðar lægsta verð landsins án skilyrða. Atlantsolía mun frá og með
Vorverkin í garðinum – Fræðslufundur um garðrækt
Fimmtudaginn 24. maí verður Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslustjóri Garðyrkjufélags Íslands, með fræðslufundi í Fjarðabyggð um vorverkin í garðinium. – Fundirnir