Pétursnefndin alræmda

Pétursnefndin alræmda

477-220Pétursnefndin, kennd við þingmanninn Pétur H. Blöndal, er komin undan feldi og standa vonir til að hagur krabbameinssjúklinga fari að vænkast. – En eins og kunnugt er af fréttum undanfarið, eru dæmi um að krabbameinssjúklingar séu látnir greiða milljónir úr eigin vasa fyrir meðhöndlun og lyf. – Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, telur sig bundinn af ákvörðunum Pétursnefdarinnar varðandi leiðréttingar á því ógeðfelda fyrirkomulagi að innheimta milljónir króna af fárveikum einstaklingum.

Pétur H. Blöndal hefur farið mikinn að undanförnu og af framsettum skoðunum hans, telur hann að fátækt fólk og sjúklingar hafi næga greiðslugetu. Í viðtali á Bylgjunni fyrir hálfum mánuði síðan, var hann spurður hvað honum fyndist um þá tilhögun að hækka neðra þrep virðisaukaskatts sem felur í sér hækkun á matvöru, rafmagni og hita. Þá sagðist hann ekki telja það hafa slæmar afleiðingar, þar sem, samkvæmt lauslegri könnun sem hefði verið gerð á Bifröst á sínum tíma, hefði það komið í ljós að þeir sem minna hefðu milli handanna, temdu sér annað matarræði og nefndi að þeir lifðu hvað helst á pasta og kartöflum. – Með sömu rökum mætti halda því fram að galeiðuþrælar til forna hefðu verið þurftalitlir, þar sem þeir hefðu nærst á matarleifum og skemmdum mat.

Ýmislegt fleira virðist Pétursnefndin alræmda hafa upp í erminni, Pétur H. Blöndal leggur til hækkun lífeyrisaldurs launþega. Haft er eftir honum að: „Fólk sem nú er sjötugt er miklu sprækara en fólk var á þeim aldri fyrir til dæmis þrjátíu árum. Lausnin felst í því að hækka lífeyrisaldur,“ – Mbl.is – Ekki kom fram í viðtalinu hvernig Pétur ætlar leysa vanda þessa sama fólks við að fá vinnu, en eins og kunnugt er þá gengu fjöldi fólks atvinnulaust fyrir þá einu sök að það hefur náð fimmtugs aldrinum?

Í anda Pétursnefndarinnar er komin fram sú hugmynd að stytta bótatímabil atvinnulausra um hálft ár, en með því er ríkið að færa vanda atvinnulausra yfir á sveitarfélögin. Að óbreyttu munu ríflega sex hundruð atvinnulausir lenda á framfærslu sveitarfélaga um næstu áramót ef allt fer fram sem horfir.


Tengdar greinar

Er skítalykt af þér? – Ert þú húsum hæf/ur?

Ég var staddur í kaupfélaginu í dag, þegar ég varð vitni að því þegar fullorðin vanstillt kona, tók fyrir vit

Forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson aðstoðar við úthlutun matar til fátækra

Það yljaði um hjartaræturnar að sjá í fréttum Rúv að forsetahjónin voru komin til Keflavíkur til að aðstoða heimamenn við

Gott að búa á austurlandi

Það eru forréttindi að búa á austurlandi. Hér skartar náttúran hrikalegum fjöllum og gróðursælum dölum. Hreindýrahjarðir á beit í hlíðum

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.