Pillunotkun íslendinga

Kastljósið í kvöld, greindi frá óhóflegri svefnlyfjanotkun íslendinga. Spurning hvort allar hliðar hafi verið skoðaðar á málinu? – Um daginn fékk ég lyfseðil á sterkt bólgueyðandi lyf hjá lækni. Á glasinu stóð að lyfið skyldi tekið inn; “1 tafla 2svar á dag í 7 – 10 daga.” – Því hefði nægt að pilluskamturinn innihéldi 20 töflur. – þegar lyfið var leyst út, kom í ljós að læknirinn hafði ávísað á glas sem innihélt 100 töflur. – Nú á ég 80 töflur eftir, -og get tekið fjóra 10 daga auka kúra, ef á þarf að halda.
Gefum okkur að sumir læknar ávísi á fjórum til fimm sinnum stærri skammta en þeir ráðleggja sjálfir hverju sinni, gæti hið gagnstæða komið í ljós, þ.e. pillunotkun sé alls ekki eins mikil og af er látið.
Tengdar greinar
Hækkað verðlag þrýstir á um launahækkanir
Hætta er á að of miklar verðhækkanir á vörum og þjónustu leiði fyrr en síðar til aukinnar verðbólgu og krafna
Hörð ádeila á stjórnvöld sem svíkja öll loforð
Í texta með spilinu segir: Enginn vill spila Skerðingu – ömurlegt spil fyrir alla fjölskylduna þar sem fólk festist í
Hrekkjavökugrín í Fjarðabyggð
Auðvitað voru þau að grínast með það í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, að börnin á Stöðvarfirði skyldu selflytjast milli þorpa til að