Píratar fjármagna sig með hópfjármögnun

Píratar hafa í samstarfi við Karolínafund hrundið af stað söfnun til að fjármagna kosningabaráttu sína. Á vefsvæði Pírata segir: “Frá því um áramót hafa Píratar mælst einn stærsti stjórnmálaflokkur landsins og málefni Pírata njóta góðs hjómgrunns hjá stórum hluta þjóðarinnar. Í dag fór fram stefnumótunarfundur efstu fimm frambjóðenda á listum Pírata og á sama tíma var fjáröflun fyrir kosningasjóð hleypt af stokkunum.
Um sögulegan atburð er að ræða en aldrei áður hefur stjórnmálaflokkur á Íslandi freistað þess að fjármagna kosningabaráttu sína á þennan hátt. Píratar ákváðu að velja þessa leið þar sem að flokkurinn vill sækja styrk sinn til þjóðarinnar og vera óháður sérhagsmunaöflum, nú sem endranær.” Við óskum því eftir stuðningi þjóðarinnar til þess að fjármagna kosningabaráttu okkar til þess að við getum komið skilaboðum okkar skýrt á framfæri og breytt samfélaginu okkar til hins betra. Ýtið hér til að fara á vef Karolinafund og styrkja kosningasjóð Pírata.
Tengdar greinar
Þriðja Kjörbúðin opnar í Fjarðabyggð
Föstudaginn 10. febrúar sl. opnaði Kjörbúð í Neskaupstað. Þar áður hafði Kjörbúð verið opnuð í Fáskrúðsfirði og önnur í Eskifirði.
Sjúklingar gleðjast innilega við að fá hest í heimsókn – Myndband
Það þarf ekki mörg orð um þetta myndband sem sýnir hversu vænt sjúklingum þykir að fá hest í heimsókn inn
Dýrt að fiska sér í soðið í Fjarðabyggð
Það kostar trillukarl minnst 85.255 krónur á ári að vera með lítið trilluhorn bundið við bryggju í Fjarðabyggð. Margir eldri